BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aukspyrnumark varð Blikum að falli gegn Víkingum

27.11.2016

Víkingar lögðu Blika í Bose-mótinu í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Víkingar skoruðu sigurmarkið í 33. mínútu í  fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á varnarmann Blika fyrir litlar sakir. Sjá nánar hér.

Bæði lið fengu færi til þess að skora fleiri mörk en þau komu ekki.

Elfar Freyr fékk sitt annað gula spjal og þar með rautt spjald á 70.mínútu og léku þeir grænklæddu því einum færri það sem eftir lifði leiks.

Blikar notuðu 20 leikmenn í leiknum. Byrjunarlið Blika var þannig skipað: Hlynur Örn (M), Davíð Kristján, Aron Kári, Elfar Freyr, Alfons, Óskar Jóns, Willum Þór, Andri Rafn (F), Höskuldur, Aron Gauti, Atli Sigurjóns.

Guðmundur Friðriksson kom inn fyrir Davíð Kristján sem meiddist.

Þessi leikmenn komu inn í hálfleik: Gísli Eyjólfs, Gunnlaugur Hlynur, Arnþór Ari, Sólon Breki, Ólafur Hrafn, Ernir Bjarna.

Jón Veigar kom inn fyrir Alfons sem meiddist.

Og markvörðuinn Patrik Sigurður Gunnarsson (f.2000) kom inn fyrir Hlyn Örn. 

Myndaveisla í boði Fótbolta.net og BOSE.

Til baka