BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar þurfa að hætta æfingum

20.03.2020 image

Meistaraflokkar Breiðabliks þurfa að hætta æfingum í samræmi við beiðni sóttvarnarlæknis til ÍSÍ/UMFÍ og tilmælum KSÍ um að knattspyrnuhreyfingin fari að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður.

Þetta mun breyta töluverðu varðandi skipulag og undirbúning Blikanna fyrir komandi Íslandsmót.

Hópurinn ætlar að hittast á morgun til að ræða næstu skref. Fundurinn verður úti í stúkunni á Kópavogsvelli .

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka