BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - KR í PEPSI fimmtudaginn 14. september kl. 17:00

11.09.2017

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla verður leikin á fimmudaginn. Breiðablik fær KR í heimsókn á Kópavogsvöll. KR-ingar eru í 4 sæti með 26 stig. Við Blikar erum í 7. sæti með 24 stig. Bæði lið töpuðu í síðustu umferð. KR-ingar töpuðu 0-3 fyrir ÍBV í Skjólinu á laugardaginn. Blikar töpuðu 1-0 fyrir Völsurum á Valsvelli á sunnudagskvöld.

Það er vert að taka fram að Íslenska sjávarútvegssýningin verður byrjuð á fimmtudaginn þannig að búast má við miklum erfiðleikum varðandi bílastæði við Kópavogsvöll. Við hvetjum því alla Blika til að koma gangandi, hjólandi eða með almenningsfarartækjum á leikinn því bílastæði verða af mjög skornum skammti!

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-1 jafnrefli. Nánar um leikinn hér. 

Sagan.

Fyrsta viðureign Breiðabliks og KR í efstu deild var á Melavellinum árið 1971. Blikar unnu leikinn 1-0 með marki frá Haraldi Erlendssyni. Leikið var á Melavellinum sem var heimavöllur Breiðabliks frá 1971 til 7. júní 1975 þegar Kópavogsvöllur var vígður.

Breiðablik og KR hafa mæst 84 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 40 sigra gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 25. Skoruð mörk í þessum leikjum eru 211 eða 2.6 mark per leik. 

Deilarleikir liðanan frá upphafi eru 61 - allir í efstu deild. KR hefur vinninginn með 27 sigra gegn 14 og jafnteflin eru 20.

Efsta Deild.

Í 23 leikjum í efstu deild frá 2006 - árið sem Breiðablik kom aftur upp í efstu deild eftir nokkra veru 1. Deild - er niðurstaðan jöfn (S7-J9-T7) sem skiptist svona á milli heimavalla: Á Kópavogsvelli 11 leikir (S4-J3-T4). Í Frostaskjólinu (S3-J6-T3).

Sex ár eru liðin síðan Blikar töpuðu síðast deildarleik gegn KR í Frostaskjólinu. Í þeim leik vann KR öruggan 4-0 sigur í júlí 2011. Blikar kvittuðu fyrir tapið í sögufrægum 0-4 sigri í september 2012. Leikir liðanna í Skjólinu síðan þá hafa allir endað með jafnteli; 2013: 1-1. 2014: 1-1, 2015: 0-0, 2016: 1-1, 2017: 1-1.

Á Kópavogsvelli er gengið ögn sveiflóttara. 2016 vinnum við öflugan 1-0 sigur með marki Höskuldar Gunnlaugssonar. Árið 2015 gera liðin 2-2 jafntefli. Árið 2014 sigrar KR 1-2. Blikar vinna 3-0 sigur árið 2013 og 2-1 sigur árið 2012. Árið 2011 tapa Blikar 2-3 í mjög fjörugum leik. Blikar vinna svo 2-1 árið 2010.

Leikurinn á fimmtudaginn hefst 17:00. Veðurspáin er góð.

Það er vert að taka fram að Íslenska sjávarútvegssýningin verður byrjuð á fimmtudaginn þannig að búast má við miklum erfiðleikum varðandi bílastæði við Kópavogsvöll. Við hvetjum því alla Blika til að koma gangandi, hjólandi eða með almenningsfarartækjum á leikinn því bílastæði verða af mjög skornum skammti!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka