BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elfar Freyr með nýjan 3 ára samning

27.11.2020 image

Varnarmaðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Elfar Freyr er 31 árs og á að baki 284 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks frá fyrsta leik árið 2008 þá 19 ára gamall.

Elfar er fjórði leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi og annar leikjahæsti leikmaðurinn í núverandi leikmannahópi Blika - aðeins Andri Rafn Yeoman hefur leikið fleiri mótsleiki en Elfar Freyr með meistarflokki.

image

Elfar varð bikarmeistari með Blikaliðinu árið 2009 og Íslandsmeistari 2010. Hann lék sem atvinnumaður í Grikklandi, Noregi og Danmörku 2011-2013. Elfar Freyr á einn leik með A landsliði Íslands og 6 leiki með U21 árs landsliðinu.

Elfar Freyr átti eitt ár eftir af samingi sínum og er ánægjulegt að vita til þess að leikmaðurinn ætli sér að taka þátt í þeirri spennandi uppbyggingu sem á sér stað hjá meistarafloki Blika.

Allir Blikar nær og fjær fagna auðvitað þessum tíðindum og hlakka til að sjá þennan sterka leikmann á vellinum á komandi leiktíðum.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Elfar Freyr og Óskar Hrafn eftir undirskrift samningsins

Til baka