BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2021: Fjölnir – Breiðablik í Egilshöll föstudag kl.20:00!

04.03.2021 image

Áfram rúllar Lengjubikarinn. Blikaliðið heimsækir á morgun, föstudag, Fjölnismenn á þeirra heimavöll í Egilshöll. Flautað verður til leiks kl. 20:00. BlikarTV mun streyma leiknum.

Þetta er fjórði leikur beggja liða í Lengjubikarnum 2021:

Leikir Fjölnismanna hafa verið markaleikir. Fjölnisliðið tapaði 4:3 í fyrsta leik gegn Þrótti R. Og gegn Fylki 4:1 í öðrum leik. Í þriðja leik stefndi í tap Fjölnis gegn Leiknismönnum. Á 76. mín er staðan er 3:1 fyrir Leiknismenn sem missa mann af velli á 79. mín. Fjölnismenn ganga á lagið og skora 3 mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og vinna með einu marki í 7 marka leik.

Blikaliðið hefur verið iðið við að skora. Markataln er 11:0 eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum 2021:

Viðureign Fjölnis og Breiðabliks verður 26. mótsleikur liðanna frá upphafi og 6. viðureign liðanna í Deiladabikar KSÍ (Lengjubikarnum). Þar hafa Blikar yfirhöndina með 3 sigra og 2 jafnteli í 5 leikjum.

Lengjubikarinn

Sex sinnum hafa Breiðabliksmenn farið alla leið í Deildabikarkeppni KSÍ (les. Lengjubikarinn) og unnið keppnina tvisvar - árið 2015 og 2013.

image

Dagskrá

Áhorfendur verða leyfðir en sökum sóttvarnareglna þá er aðgangur takmarkaður. Öll miðasala fer í gegnum miðasöluappið Stubbur. Það er gert til að einfalda okkur öllum lífið, en appið heldur utan um nöfn, kt. og símanúmer miðahafa - sem eru þær kröfur sem lagðar eru á heimalið. Í boði eru 100 miðar. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Miðinn kostar 200 kr. - einfaldlega því það er lágmarksverð í appinu sjálfu.

-16 ára og yngri telja ekki með í tölu
-Grímuskylda
-Spritt við inngang

Ath! Það kemur upp villa á eldri útgáfum og því ekki hægt að kaupa miða nema með því að vera með nýjustu útgáfuna af Stubb eða version 1.1.1. (Þú sérð það undir Stillingum inni í appinu hvaða útgáfu þú ert með).

Leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka