BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Viktor Karl Einarsson

09.04.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Sókndjarfi miðjumaðurinn Viktor Karl ýtir páskahelginni úr vör.

image

Fullt nafn: Viktor Karl Einarsson

Fæðingardagur og ár: 30.01.1997

Staður: Kópavogur

Staða á velli: Miðjumaður

Treyjunúmer: 8

Gælunafn: Siggi

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Börn: Nei.

Bíll: VW Golf.

Uppáhalds….

Lið í enska: Liverpool.

…Fótboltamaður: Það var alltaf Steven Gerrard en í dag ætla ég að segja Lionel Messi.

…Tónlist: Hlusta á flest allt nema það sem Brynjólfur Andersen hlustar á.

…Matur: Humar eða góð nautasteik.

…Leikmaður í mfl.kvk: Elín Helena litla frænka. Annars er Karólína skemmtileg á velli.

…Frægasti vinur þinn: Breki Barkarson besti leikmaður Augnabliks 2 ár í röð.

…Staður í Kópavogi: Heimilið mitt.

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: Gísli.

…Æstastur: Gaui Lýðs getur ekki slakað á.

…Rólegastur: Anton Ari.

…Mesta kvennagullið: Það hlýtur að vera Arnar Sveinn. Maðurinn er forseti…

…Líklegur í að vinna gettu betur: Elli Helga.

…Lengst í pottinum: Gaui er síðastur ofan í en lang síðastur upp úr.

…Gengur verst um klefann: Sit við hliðina á Gauja. Oftast allt á gólfinu þar.

…Með verstu klippinguna: Binni nema þegar ég klippi hann.

…Bestur á æfingu: Gísli þegar hann er ekki að tuða.

Að lokum, hvað er Breiðablik: Flottasti klúbbur á Íslandi.

Ekki bara fótboltamaður

Viktor Karl sýnir okkur Í þessari stuttu klippu hversu langt er hægt að fara, og hvað ber fyrir augu, í tveggja tíma hjólreiðatúr frá Kópavogi til Reykjavíkur og til baka. 

Evrópuúrval Viktors Karls

Við fengum Viktor akrl til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka