BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gengur til liðs við Blika

11.01.2018
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik.
 
Áslaug Munda hefur spilað með Völsungi í Húsavík frá árinu 2016  og spilaði 16 leiki með þeim á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 6 mörk.  Áslaug er fædd árið 2001 og er uppalin í Hetti á Eigilstöðum.
Áslaug Munda var valin í U17 landslið Íslands á síðasta ári og spilaði hún 7 leiki fyrir Íslands hönd í fyrra.  Hún er í U17 hópnum sem valin var nú í janúar.
Áslaug Munda bætist því í hinn unga en mjög spennandi meistaraflokkshóp félagsins og verður spennandi að fylgjast með henni taka næstu skref í grænu treyjunni.  Við bjóðum Áslaugu Mundu velkomna og óskum henni til hamingju með samninginn.

Til baka