BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ásta Eir framlengir

01.02.2018

Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.  Ásta hefur verð lykilmaður í Blikaliðinu en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum og því aðeins getað spilað fyrrihluta íslandsmóts undanfarin ár.  En nú hefur hún lokið námi og nær því fullum undirbúningi og heilu tímabili með okkur í fyrsta sinn í þrjú ár. 

Ásta hefur leikið 106 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 8 mörk en auk þess á hún 25 landsleiki með unglingalandsliðum Íslands. 

Blikar óska Ástu Eir til hamingju með samninginn og stuðningsmönnum og félaginu til hamingju með að hafa tryggt okkur Ástu Eir næstu þrjú árin hið minnsta.

Til baka