BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Félagsfundur um aðstöðumál knattspyrnudeildar Breiðabliks

19.03.2018
Knattspyrnudeild Breiðabliks boðar til félagsfundar þriðjudaginn 20. mars n.k. kl. 20:00 á 2. hæð í Smáranum.
 
Tilefni fundarins er alvarlegur aðstöðuvandi knattspyrnudeildar Breiðabliks yfir vetrarmánuðina sem deildin hefur glímt við um nokkurt skeið. 
 
Nú er svo komið að deildin er kominn langt yfir þolmörk og hefur deildin m.a. verið að leigja aðstöðu af þremur Reykjavíkurfélögum ásamt því að leigja aðstöðu í Sporthúsinu fyrir sína iðkendur.
 
Með áframhaldandi þróun þarf að fara grípa til aðgerða eins og fjöldatakmarkana hjá deildinni frá og með næsta hausti.
 
Mjög mikilvægt er að allir mæti og láti sig málið varða.
 
Dagskrá fundarins:
  • Farið yfir VSÓ skýrslu um aðstöðuvanda knattspyrnudeildar Breiðabliks sem Kópavogsbær lét gera s.l. haust.
  • Farið yfir tillögur vinnuhóps knattspyrnudeild Breiðabliks á aðstöðuvanda deildarinnar
  • Farið yfir áhrif plássleysis á iðkendur - Búa iðkendur í knattspyrnu í Kópavogi við aðstöðumun?
  • Umræður
Fundarstjóri: Heiðar Ásberg Atlason

Til baka