Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgarden
11.12.2017
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert samning við Djurgarden í Svíþjóð um að spila með félaginu næstu 2 árin.
Ingibjörg hefur verið hjá okkur Blikum frá 14 ára aldri eða frá árinu 2012 og hefur spilað 123 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim leikjum 12 mörk. Hún, eins og allir vita, spilaði sig beint inn í byrjunarlið landsliðsins á þarsíðasta keppnistímabili og spilaði stórt hlutverk á EM í sumar, þar sem hún stóð sig afar vel.
Djurgarden er staðsett í Stokkhólmi og spilar í efstu deild í Svíþjóð og var í 6 sæti á nýliðnu keppnistímabili. Með liðinu leikur Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður Íslands.
Blikar þakka Ingibjörgu fyrir árin í Breiðablik og óska henni velfarnaðar á nýjum og spennandi slóðum. Hún verður síðan alltaf velkomin til baka í græna búninginn þegar ferlinum úti líkur.