BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

17.08.2017

Víkingur Ó. – Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 20. ágúst kl.18:00

16. umferð Pepsideildar karla verður leikin um helgina. Blikar eiga leik á sunnudaginn en þá mætum við baráttujöxlunum úr Víking Ó á þeirra heimavelli í Ólafsvík. Liðin eru á sipuðum stað í töflunni eftir 15 leiki. Ólafsvíkurliðið er með 19 stig í 7. sæti – einu stigi meira en Breiðablik þegar 15 umferðir eru búnar.


16.08.2017

Breiðablik OPEN 2017

Tólfta opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 25. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin ár.


15.08.2017

Fleiri mörk og stöðugleiki óskast

Blikar byrjuðu með látum og við vorum komnir með forystu eftir aðeins 3 mínútur. Martin hóf skyndisókn og Arnþór Ari lagði boltann laglega til Arons til vinstri. Hann stýrði knettingum fallega fram hjá Róbert í Víkingsmarkinu. Vel gert hjá Aron og þetta leit vel út.


11.08.2017

Breiðablik – Víkingur R í PEPSI mánudag 14. ágúst kl. 18:00

Það má búast við hörkuleik á mánudagskvöld enda hafa þessi lið eldað grátt silfur saman alveg frá því að Breiðablik hóf að leika knattspyrnu árið 1957.


10.08.2017

Gjöf í Garðabænum

Milos tók nokkra áhættu með því að breyta sigurliði og spila öðruvísi taktík. En á vissan hátt gekk það upp í fyrri hálfleik því Stjörnumenn voru ekki að skapa sér mikið af færum þrátt fyrir að þeir væru meira með boltann.


08.08.2017

Andri Rafn gerir nýjan þriggja ára samning

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar spilað 263 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 14 mörk. Hann á einnig að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.


06.08.2017

Stjarnan - Breiðablik í PEPSI miðvikudaginn 9. ágúst kl. 20:00

Blikar ætla að bregða sér af bæ á miðvikudaginn og heimsækja granna sína í gamla Garðahreppi, nú Garðabæ. Tilefnið er ærið því þar er eru 3 stig í boði fyrir Blika í viðureign við andskota sína í Stjörnunni


03.08.2017

Kolbeinn með 3 ára samning

Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Kolbeinn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Kolbeinn sem er 17 ára gamall á að baki 8 leiki með meistaraflokknum.


01.08.2017

Ágætis byrjun.

Blikar byrjuðu vel og voru mjög frískir fyrstu mínúturnar. Sér í lagi var Kristinn Jónsson eins og kálfur að vori. Mikið líf í kringum hann og Aron á upphafsmínútunum. Boltinn gekk hratt manna á milli og það var sjálfstraust í liðinu og menn þorðu að spila inn í miðsvæðið, nokkuð sem hefur oft vantað í sumar. Færin létu þó bíða eftir sér og okkar menn voru ekki nógu grimmir við vítateiginn. Blikar fengu 6 hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa hættu


30.07.2017

Breiðablik - Fjölnir í PEPSI mánudaginn 31. júlí kl. 19.15

Næsti leikur Blika er mánudaginn 31. júlí kl. 19:15 gegn Fjölni sem er á miklu skriði um þessar mundir. Leikurinn er á Kópavogsvelli og ljóst að sá leikur þarf nauðsynlega að vinnast ef þetta leiktímabil á að skila áþreifanlegum árangri.


30.07.2017

Þórður Steinar til Blika

Þórður Steinar Hreiðarsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá og með deginum í dag. Þórður Steinar (Doddi) er öflugur þrítugur varnarmaður með mikla reynslu sem lék með Breiðablik með góðum árangri 2011 - 2014.


29.07.2017

Sveinn Aron Guðjohnsen til Breiðabliks

Sveinn Aron Guðjohnsen er genginn í raðir Breiðabliks frá Val. Sveinn Aron er 19 ára gamall og hlaut lengst af knattspyrnuuppeldi sitt hjá FC Barcelona þar sem faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen var atvinnumaður hjá stórliðinu á Camp Nou.


28.07.2017

Höskuldur Gunnlaugsson til Halmstad

Höskuldur Gunnlaugsson, framherjinn knái í Breiðablik er á leið til úrvalsdeildarliðsins Halmstad í Svíþjóð.


28.07.2017

Kristinn Jónsson til Breiðabliks

Þau frábæru tíðindi voru að berast að Kristinn Jónsson hefur gengið aftur til liðs við Breiðablik og mun leika með liðinu til loka þessa keppnistímabils í það minnsta.


27.07.2017

Viktor Örn lánaður til ÍA

Viktör Örn Margeirsson hefur verið lánaður til ÍA út tímabilið 2017


27.07.2017

Leighton McIntosh æfir með Blikum

Framherjinn Leighton McIntosh er til skoðunar hjá hjá meistaraflokki Breiðabliks. Leighton er stór og stæðilegur framherji.


25.07.2017

Ó, Akureyri

Fögnuður Blika eftir leikinn var fölskvalaus. Gunnleifur fyrirliði fylkti liði sínu eftir leikinn í átt að Blikahópnum í brekkunni sem fagnaði þeim vel og innilega undir Andrésarfánanum góða og þakkaði fyrir frábæran stuðning. Hann vildi líka þakka Oliver Sigurjónssyni samveruna og einstaka þjónustu við Breiðablik.


24.07.2017

Oliver seldur til FK Bodö/Glimt

Breiðablik og FK Bodø/Glimt hafa náð samkomulagi um kaupverð á Oliver Sigurjónssyni


21.07.2017

KA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 23. júlí kl. 17:00

Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna norður á sunnudaginn. Þetta verður hörkuleikur, spáin mjög góð þannig að allar ytri aðstæður gefa tilefni til bjartsýni. Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!


19.07.2017

Páll Olgeir og Dino til Blika

Páll Olgeir Þorsteinsson er kominn heim og búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Blika. Samningur við serbneska leikmanninn Dino Dolmagic. Og Elfar Freyr Helgason er mættur aftur í Kópavoginn.


10.07.2017

Leikur hinna glötuðu tækifæra!

Blikaliðið fær nú tveggja vikna pásu því við höfum þegar klárað FH-leikinn úr elleftu umferð. Næsti leikur er gegn KA mönnum á Akureyri sunnudaginn 23. júlí kl.17.00. Þar sem nú gengur í garð hásumarleyfistími þá hvetjum við alla Blika til að streyma norður


06.07.2017

ÍBV – Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 9. júlí kl. 17:00

Breiðabliksliðið fer á erfiðan útivöll þegar Blikar mæta ÍBV í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli á sunnudaginn klukkan 17:00. Eyjamenn hafa verið grimmir undanfarið. Unnu góðan heimasigur á KR um daginn og slógu lið Víkinga Reykjavík út í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins um síðustu helgi með sigurmarki frá fyrrverandi leikmanni Blika, Arnóri Gauta Ragnarssyni.


04.07.2017

Lýst eftir lafði Lukku!

Blikaliðið spilaði á margan hátt frábæran bolta í leiknum. Menn þorðu að láta knöttinn ganga en því miður var sóknarlína þeirra hvítklæddu beitt í dag. Bakverðirnir okkar áttu reyndar erfiðan dag og fengu ekki heldur nægjanlegan stuðning frá kantmönnunum okkar gegn sterkum sóknarmönnum FH. Þetta hlýtur Milos að laga fyrir næsta leik. Það var ánægjulegt að sjá Oliver mæta aftur til leiks og lofar það góðu fyrir næstu leiki.


30.06.2017

Breiðablik - FH í PEPSI mánudaginn 3. júlí kl. 20:00

Þetta er eini leikurinn í Pepsi-deild karla þessa helgi. Leikurinn tilheyrir 11. umferð en var flýtt vegna þátttöku FH-inga í Evrópukeppni. Við hvetjum alla Blika til að mæta því þetta er skemmtileg stund sem menn hitta vini og kunningja til að ræða sameiginlegt áhugamál.


27.06.2017

Ráðgáta

Hvernig í ósköpunum við fórum að því að vinna ekki þenna leik er ráðgáta af dýrari gerðinni. En svona í tilefni dagsins má kannski segja að Blikar hafi boðið upp á hálfan Harry Potter á opinberum afmælisdegi hans. Ráðgátan var til staðar en það vantaði galdurinn. Það kemur.


23.06.2017

Breiðablik – Grindavík í PEPSI mánudaginn 26. júní kl. 20:00

Blikar taka á móti spútnik liði Grindvíkinga í stórleik 9. umferðar Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Heildarfjöldi innbyrgðis viðureigna liðanna í öllum mótum er 41 leikur þar sem Grindvíkingar leiða með 17 sigrum gegn 15 sigrum Blika.


21.06.2017

Rán í Vesturbænum

Á margan hátt getum verið ánægð með spilamennsku Blikaliðsins í Vesturbænum. Það var mikil barátta í liðinu og oft sáust lipurlegar sóknarlotur í leiknum. Varnarlínan hélt vel og Gulli var öruggur í markinu.


16.06.2017

KR - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 19. júní kl. 20:00

Breiðablik og KR hafa mæst 82 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 40 sigra gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 24. Skoruð mörk í þessum leikjum eru 209 eða 2.6 mark per leik.


15.06.2017

Súrt!

Það var allt til alls í Kópavoginum í kvöld, 2 frábær knattspyrnulið að mætast við ákjósanlegar aðstæður og umgjörðin til fyrirmyndar hjá Blikum.


11.06.2017

Breiðablik – Valur í PEPSI miðvikudaginn 14. júní kl. 19:15

Fyrir leik ætlar Vörður tryggingar að bjóða upp á pylsur, gos, popp og blöðrur. Einnig verða á svæðinu bæði hoppukastali og Bubble Ball leikvöllur sem er tilvalið að spreyta sig á.


11.06.2017

Patrik Sigurður með þriggja ára samning

Breiðablik samdi nýverið við Patrik Sigurð Gunnarsson til þriggja ára. Patrik sem er fæddur árið 2000 er afar efnilegur markvörður og er uppalinn Bliki.


06.06.2017

Blikar lögðu ÍA

Blikar mættu Skagamönnum í 6.umferð Pepsi deildarinnar á Skipaskaga í gær. Blikar búnir að ná 6 stigum í hús í síðustu 2 leikjum og Skagamenn náðu í sín fyrstu stig með sannfærandi sigri á ÍBV þar syðra í 5. umferð. Bæði lið því búin að reka af sér slyðruorðið ef svo má segja, eftir arfaslaka byrjun í mótinu.


06.06.2017

Þungavigarmenn á æfingu Blika!

Blikaliðið hefur fengið ansi mikla styrkingu á æfingum þessa dagana! Landsliðsmenn Íslands hafa streymt til landsins vegna landsleiksins við Króatíu og nokkrir þeirra hafa æft með Blikaliðinu að undanförnu


04.06.2017

ÍA - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 5. júní kl. 19:15

Leikur ÍA og Breiðabliks á Norðurálsvellinum á Akranesi á mánudaginn er 109. viðureign liðanna í öllum mótsleikjum frá upphafi; 53. viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi og 27. viðureign liðanna í efstu deild á Akranesi.


29.05.2017

Dýrmæt þrjú stig í hús!

Blikar lögðu ÓlafsvíkurVíkinga 2:1 á heimavelli í nokkuð kaflaskiptum leik í Pepsí-deild karla í gærkvöldi. Strákarnir okkar voru mun betri í fyrri hálfleik, ef frá eru taldar fyrstu þrjár mínútur leiksins. Við sóttum af miklum krafti og ákefð í hálfleiknum og uppskárum tvo mjög góð mörk. En einbeitingarleysi í varnarleiknum undir lok hálfleiksins hleypti gestunum inn í leikinn á nýjan leik.


25.05.2017

Breiðablik – Víkingur Ó í PEPSI sunnudaginn 28. maí kl. 18:00

Fimmta umferð Íslandsmótsins, PEPSI-deildin, verður leikin um helgina. Við Blikar eigum leik á sunnudaginn en þá mætum við baráttujöxlunum úr Víking Ólafsvík. Við eigum þar harma að hefna frá í fyrra enda lögðu þeir okkur óvænt í fyrstu umferð mótsins á Kópavogsvelli.


22.05.2017

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks

Breiðablik hefur ráðið Milos Milojevic þjálfara meistaraflokks karla. Milos er reynslumikill þjálfari, einn af fáum þjálfurum á Íslandi með UEFA Pro gráðu. Breiðablik hlakkar til samstarfsins við Milos og býður hann velkominn til starfa. Olgeir Sigurgeirsson, leikjahæsti leikmaður meistaraflokks karla frá upphafi hjá félaginu, verður aðstoðarþjálfari.


22.05.2017

Vel þegin stig í Víkinni

Blikar sóttu nágranna sína í Fossvoginum heim í kvöld í 4. umferð PEPSI deildarinnar. Það hefur ekki verið lognið og mollan í kringum þessi lið undanfarið og eiginlega allt verið í gangi nema fótbolti. Bæði lið í bölvuðuð basli og þjálfaralaus þessa dagana. Og því mest í fréttum af velgjuvaldandi ástæðum. Það líður vonandi hjá.


19.05.2017

Víkingur R. – Breiðablik í PEPSI sunnudagskvöld 21. maí kl. 19:15

Lið Breiðabliks og Víkings R. hafa mæst 12 sinnum í efstu deild frá árinu 2000. Hnífjafnt er á öllum tölum því Víkingur hefur sigrað í 4 leikjum, Blikasigrar eru 4 og jafnteflin eru 4. Skoruð mörk eru 42 enda leikir liðanna í efstu deild frá árinu 2000 oft miklir markaleikir. Úrslit eins og t.d. 2-6, 2-2, 4-1, 3-1 er oftar en ekki niðurstaðan á árunum 2000-2016.


17.05.2017

Úr leik í bikarnum !!!

Fylkismenn voru miklu miklu miklu grimmari í fyrri hálfleiknum. Þar unnu þeir nær alla lausa bolta, tæklingar og skallabolta. Blikar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum á samherja og nýttu heimamenn sér ítrekað með því að sækja hratt á okkar menn og sköpuðu usla í vörn Blikaliðsins hvað eftir annað.


16.05.2017

Fylkir - Breiðablik Borgunarbikarinn 2017 32-liða úrslit

Leikur Breiðabliks og Fylkis í Borgunarbikar karla á miðvikudagskvöldið í Árbænum verður 53. viðureign liðanna í opinberri keppni og 6. viðureign liðanna í Bikarkeppni KSÍ (Borgunarbikarsins).


15.05.2017

Batamerki en engin stig

Vikan hefur verið all stormasöm í Kópavogi af ástæðum sem flestum eru kunnar og verða ekki frekar tíundaðar hér. Við slíkar kringumstæður getur sannarlega brugðið til beggja vona og ekkert gefið. Blikar hafa verið að ströggla, svo ekki sé fastar að orði kveðið en gestirnir unnu 5-0 stórsigur á ÍBV í 2. umferðinni. Það var því ljóst að verkefnið var ærið.


15.05.2017

Sama þjálfarateymi áfram

Sigurður Víðisson ásamt Úlfari Hinrikssyni og Páli Einarssyni munu stýra Blikaliðinu eitthvað áfram. Verið er að vinna í þjálfaramálunum en ljóst er að fyrrgreindir þjálfarar munu stýra liðinu að minnsta kosti í þeim tveimur leikjum sem framundan eru. Það er bikarleikur gegn Fylki í Árbænum á miðvikudaginn og leikur gegn Víkingum R í Fossvoginum á sunnudaginn.


13.05.2017

Breiðablik – Stjarnan í PEPSI sunnudaginn 14. maí kl. 20:00!

Liðin hafa mæst 50! sinnum í öllum keppnum frá árinu 1970. Leikirnir 50 dreifast á 6 mót: A-deild(24), B-deild(12), Bikarkeppni KSÍ(2), Litla Bikarkeppnin(6), Lengjubikarinn(3) og Fótbolta net mótið(3). Blikar hafa unnið 23 leiki, Stjarnan 17 leiki og jafnteflin eru 10.


12.05.2017

Blikadagur laugardaginn 13. maí kl.11.00-14.00 í Fífunni

Blikadagur laugardaginn 13.maí á milli kl.11.00-14.00 í Fífunni. Laugardaginn 13.maí verður haldinn Blikadagur á milli kl.11.00-14.00. Við bjóðum iðkendum félagsins og fjölskyldum þeirra að koma saman og gera sér glaðan dag.


09.05.2017

Michee Efete til Blika

Blikaliðið í Pepsí-deild karla hefur fengið til liðs við sig varnarmanninn Michee Efete frá Norwich á tímabundnu láni. Michee sem er tvítugur miðvörður er einn af lykilmönnum varaliðs Norwich.


09.05.2017

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks

Arnar Grétarsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu hefur látið af störfum hjá félaginu.


08.05.2017

Tap á Extravellinum í Grafarvogi

Blikar heimsóttu Fjölnismenn i 2.umferð Pepsideildar karla sumarið 2017. Blikar fengu skell í fyrsta leik og Fjölnismenn með 1 stig eftir jafntefli í Eyjum. Í ljósi þess hvernig fór í fyrstu umferð á þessari leiktíð og þeirri síðustu árið 2016 hefði maður nú haldið að frasinn “að mæta til leiks eins og grenjandi ljón” myndi eiga við. Sú var nú aldeilis ekki rauninn.


08.05.2017

Blikar halda í Grafarvoginn í kvöld

Blikar reima á sig útivallarskóna og halda yfir bæjarlækinn upp í Grafarvog í kvöld kl.19.15. Andstæðingar okkar að þessu sinni eru frískir Fjölnismenn. Eins og við eru þeir gulklæddu frekar súrir yfir byrjum Íslandsmótsins en þeir gerðu markalaust jafntefli við ÍBV á útivelli eftir að hafa verið einum fleiri


05.05.2017

Guðmundur framlengir um 3 ár

Bakvörðurinn snjalli Guðmundur Friðriksson hefur framlengt samning sinn við Blikaliðið um þrjú ár. Hann er því samningsbundinn okkur Blikum til ársins 2020.


04.05.2017

Óskar lánaður í ÍR

Enn einn Blikinn er nú á leið í Inkasso-deildina. Hinn stórefnilegi Óskar Jónsson hefur nú verið lánaður til nágranna okkar í ÍR. Óskar er tvítugur klókur miðjumaður sem spilaði hluta af sumrinu í fyrra í láni hjá Þór á Akureyri í 1. deildinni.


02.05.2017

50 Marka Klúbburinn

Undanfarin ár hefur knattspyrnudeild Breiðabliks og blikar.is heiðrað þá Blika sem hafa náð ákveðnum leikjafjölda fyrir félagið. Fyrir leik Blika og KA á Kópavogsvelli á mánudaginn var hins vegar ákveðið að heiðra þá Blika sem hafa skorað yfir 50 mörk fyrir Blikaliðið á ferli sínum.


02.05.2017

Ólafur Hrafn lánaður í HK

Einn hinna ungu og efnilegu leikmanna Breiðabliks, Ólafur Hrafn Kjartansson, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs HK. Ólafur Hrafn sem er 20 ára gamall varð Íslandsmeistari með 2.flokksliðið Blika undanfarin tvö ár og hefur æft og spilað með meistaraflokknum í vetur.


02.05.2017

Blikar fengu skell gegn nýliðunum

Blikar mættu til leiks með nokkuð mikið breytt lið frá fyrra ári. Nokkrir lykilmenn undanfarinna ára horfnir á braut og Blikar hafa bætt við sig 3 framlínumönnum auk þess sem ungir og efnilegir menn eru að banka á dyrnar. Blikum hefur ekki gengið sérstaklega vel á undirbúningstimabilinu og það hafa sumir taugaveiklaðir Blikar af eldri kynslóðinni litið á sem góðan fyrirboða.


29.04.2017

Blikastrákaboltinn að byrja!

Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna á Kópavogsvöll á mánudaginn kl.17.00. Þetta verður hörkuleikur, spáin er þokkaleg þannig að allar ytri aðstæður gefa tilefni til bjartsýni.


27.04.2017

Skúli Sigurz lánaður til Leiknismanna

Einn af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum Breiðabliks, Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hefur verið lánaður til Leiknis R.


25.04.2017

Kótilettukvöld og Leikmannakynning 2017

Kótilettukvöld og leikmannakynning meistaraflokka Breiðabliks 2017. Opið fyrir alla aðdáendur Blika bæði karla og konur. Hægt að taka frá borð. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Munum að uppselt var á síðastu skemmtun knattspyrnudeildarinnar.


19.04.2017

Hlynur Örn lánaður í Fram

Markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson hefur verið lánaður til Fram út keppnistímabilið 2017. Hann hefur verið í herbúðum Blika í 5 ár. Árið 2013 var hann lánaður í Augnablik og spilaði þar 17 leiki í 3. deildinni. Árið 2015 var Hlynur lánaður í Tindastól þar sem hann lék 16 leiki í 2. deildinni. Og í fyrra var var hann lánaður hálft keppnistímabil til Grindavíkur þar sem hann lék 11 leiki.


15.04.2017

FH-fall er fararheill!

Blikar lutu í gras 0:3 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í Fífunni í gær. Þrátt fyrir að sigur Hafnfirðinga hafi verið sanngjarn þá segja úrslitin ekki alla söguna. Við áttum okkar færi og meiðsli/veikindi voru að hrjá liðið. Blikaliðið spilaði vel á köflum og lagði sig fram en á þessum tímapunkti gekk ekki að koma knettinum í markið. Við höfum því ekki miklar áhyggjur af þessum úrslitum því við munum toppa á réttum tíma!


12.04.2017

Atli kveður Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Atli Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks hafa komist að samkomulagi um að binda enda á leikmannasamning Atla við deildina. Atli sem er 25 ára uppalinn Þórsari kom til Breiðabliks frá KR árið 2015.


05.04.2017

Hrafnhildur Gísladóttir nýr fjármálastjóri Breiðabliks

Staða fjármálastjóra er ný staða innan Breiðabliks og hluti af ákveðnum skipulagsbreytingum sem aðalstjórn félagsins fór í samhliða framkvæmdastjórskiptum sem urðu þann 1. apríl s.l.


01.04.2017

Flottur sigur hjá Blikum

Blikar unnu öruggan 6:0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum.Þessi úrslit þýða að við mætum FH í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins sunnudaginn 9. apríl. Strákarnir fengu ekki langan tíma til að fagna því þvo þurfti búningana strax því liðið hélt í keppnisferð til Spánar í býtið laugardagsmorguninn.


30.03.2017

Gísli með nýjan 3 ára samning

Baráttujaxlinn Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Gísli sem er 22 ára gamall miðjumaður á að baki 46 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 6 mörk í þessum leikjum.


24.03.2017

Kári í jötunmóð!

Leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum fer líklega í sögubækurnar sem einn frægasti leikur sem hefur verið leikinn á Íslandi. Ástæðan er sú að Twitter myndir blikar.is sem sýna Kára fara hamförum í Grafarholtinu hafa dreifst um allan heim.


21.03.2017

Fram - Breiðablik í Lengjubikarnum

Strákarnir okkar mæta Fram í Lengjubikarnum á Framvellinum í Grafarholtinu á fimmtudag kl.19.15. Við unnum góðan sigur gegn Þrótti í síðustu umferð og nú mætum við öðru 1. deildarliði.


16.03.2017

Herrakvöld Breiðabliks 2017 - UPPSELT!

Herrakvöld Breiðabliks í Smáranum – veislusal Breiðabliks, föstudaginn 24. mars 2017. Miðaverð aðeins 4.900 kr.


15.03.2017

Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks og mun hann hefja störf 1. apríl n.k. Eysteinn tekur við af Kristjáni Jónatanssyni sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Breiðabliks síðast liðin 21 ár.


14.03.2017

Brynjar Óli lánaður í Vestra

Framlínumaðurinn ungi og efnilegi Brynjar Óli Bjarnason hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Í kjölfarið var hann síðan lánaður til Vestra í 2. deildinni.


14.03.2017

Arnór Borg Guðjohnsen seldur til Swansea!

Einn af hinum ungu og efnilegum leikmönnum sem er að koma upp í gegnum hið öfluga yngriflokka starf Breiðabliks er hinn 16 ára Arnór Borg Guðjohnsen. Hann hefur nýverið samið við knattspyrnudeildina en í kjölfarið var hann seldur til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea.


11.03.2017

Blikar hrukku í gang

Blikar unnu öruggan 0:4 sigur á Þrótti í Lengjubikarnum í Egilshöllinni í gær. Loksins sýndu strákarnir okkar hvað í þeim býr og áttu rauðröndóttir Þróttara engan sjens i frískt Blikaliðið. Staðan í leikhléi var 0:2 og við bættum síðan tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Það voru þeir Willum Þór Willumsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Martin Lund Pedersen 2 sem settu mörk okkar pilta.


10.03.2017

Reynslumikið þjálfarateymi

Ekkert lið á Íslandi er með jafn reynslumikið þjálfarateymi og karlalið Breiðabliks þegar horft er til leikjafjölda í efstu deild á Íslandi og landsleikja


10.03.2017

Breiðablik komið með keppnisleyfi

Breiðablik er eitt fárra liða sem skilaði inn athugasemdalausri umsókn til leyfaráðs KSÍ! Sex þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs.


08.03.2017

Augnablik blæs í herlúðra!

Fjórðu deildarliðið Augnablik, sem tengist Blikum sterkum böndum, hefur heldur betur blásið í herlúðra og fengið til liðs við sig sex gríðarlega sterka leikmenn. Þetta eru þeir Kári Ársælsson, Haukur Baldvinsson, Guðmundur Pétursson, Jökull Elísabetarson, Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður og Ellert Hreinsson.


06.03.2017

Kári Ársælsson lætur af störfum

Kári Ársælsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu að eigin ósk.


02.03.2017

Olgeir mættur aftur í Kópavoginn!

Leikjahæsti leikmaður Blika frá upphafi Olgeir Sigurgeirsson er mættur aftur í Kópavoginn! Ekki þó sem leikmaður í þetta sinn heldur sem þjálfari.


25.02.2017

Gulli og Davíð redduðu stigi fyrir Blika!

Blikar og Grindavík skildu jöfn 1:1 í Lengjubikarnum í Fífunni í dag. Davíð Kristán skoraði stórglæsilegt mark í síðari hálfleik og jafnaði þar með leikinn. En það mátti ekki síður þakka Gulla Gull markverði fyrir þetta eina stig því hann varði stórkostlega tvisvar i röð frá gestunum og sýndi það og sannaði að hann er enn besti markvörðurinn í Pepsí-deildinni.


18.02.2017

Karakterstig gegn Stjörnunni

Blikar og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í ár. Við misstum Aron Kára af velli strax á 10. mínutu en við sýndum mikinn karakter það sem eftir lifði leiks. Það tók okkur að vísu smá tíma að endurskipuleggja liðið en í síðari hálfleik vorum við sterkari aðilinn og áttum í raun og veru að vinna leikinn.


17.02.2017

Víkingar ekki Þrándur í Götu Blika

Blikar unnu ágætan 4:2 sigur á Færeyjameisturum Víkinga frá Götú í æfingaleik í Fífunni i kvöld. Blikar tefldu fram blönduðu liði yngri og eldri leikmanna enda fyrsti leikur í Lengjubikarnum á morgun laugardag.


16.02.2017

Hafsteinn Ómar kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins

Hafsteinn Ómar Gestsson var kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins á aðalfundi klúbbsins sem var haldinn í Glersalnum á Kópavogsvelli í kvöld. Aron Óskarsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann situr samt sem áður áfram í stjórninni.


15.02.2017

Breiðablik - Stjarnan á laugardaginn

Við tökum á móti frískum Stjörnustrákum í Fífunni á laugardag kl.12.00. Þessi lið hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og oftar en ekki höfum við haft yfirhöndina. En við höfum verið að hiksta í undanförnum leikjum og Blikastrákarnir hafa því fullan hug á því að sýna það og sanna að við séum með lið sem getur barist á toppnum í sumar.


11.02.2017

Tap gegn KA

Okkar drengir þurftu að lúta í gras gegn KA-mönnum 1:3 í æfingaleik í Fífunni í dag. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því við vorum eins og oft áður meira með boltann í leiknum. Tvö ódýr víti og ein varnarmistök gerðu það hins vegar að verkum að við töpuðum leiknum. Mark okkar setti Höskuldur Gunnlaugsson eftir góða sendingu frá Gísla Eyjólfssyni.


09.02.2017

Ólafur Hrafn kosinn formaður

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli. Eins og hefur komið fram gaf Borghildur Sigurðardóttir ekki kost á sér aftur sem formaður og var Ólafur Hrafn Ólafsson kosinn formaður í hennar stað. Rekstur deildarinnar heldur áfram að vaxa en var réttu megin við strikið eins og undanfarin ár.


09.02.2017

Fimm Blikar í Las Vegas. Munið eftir aðalfundinum í dag kl.18.00

Fimm af okkar drengjum komu við sögu hjá íslenska A-landsliðinu sem tapaði naumlega fyrir Mexíkó 0:1 í vináttulandsleik í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. Við minnum ykkur síðan á aðalfund knattspyrnudeildar sem verður haldinn í Glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli í kvöld kl.18.00.


08.02.2017

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2017

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2017 verður þann 9. febrúar 2017 kl. 18:00 í stúkunni á Kópavogsvelli (Glersalnum)


03.02.2017

Tap í lokaleiknum

Blikar urðu að sætta sig við 6. sætið í fótbolta.net mótinu eftir tap gegn Grindvíkingum í vítaspyrnukeppni. Jafnt var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og þrátt fyrir að Gulli næði að verja fyrstu spyrnuna þá höfðu gestirnir betur eftir 5 spyrnur. Mark okkar setti Guðmundur Friðriksson með miklum ágætum eftir góða sendingu frá Aroni Bjarnasyni.


03.02.2017

Gunnlaugur Hlynur í Víking Ó.

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Víkings Ó hafa náð samkomulagi um félagaskipti Gunnlaugs Hlyns Birgissonar til Víkinga. Gunnlaugur Hlynur sem er 21 árs miðjumaður þekkir vel til Ólafsvíkurliðsins enda lék hann þar sem lánsmaður við góðan orðstýr sumarið 2015.


02.02.2017

Viktor Örn framlengir við Blika

Miðvörðurinn snjalli Viktor Örn Margeirsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um 3 ár. Viktor Örn sem er fæddur árið 1994 spilaði fyrstu meistaraflokksleiki sína með Augnablik árið 2013 en var síðan lánaður í HK sumarið 2014.


28.01.2017

Davíð Kristján með nýjan 3 ára samning

Bakvörðurinn knái Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Davíð Kristján sem er 21 árs spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikum árið 2014.


27.01.2017

Blikar í gjafastuði

Blikar voru í miklu gjafastuði gegn FH-ingum í síðasta leik á Fótbolta.net mótinu. Strákarnir okkar færðu Fimleikadrengjunum að minnsta kosti þrjú mörk í leiknum á silfurfati og hentu síðan inn einu víti í kaupbæti. Það gengur auðvitað ekki ef menn ætla að ná árangri á vellinum.


27.01.2017

Aron Bjarnason með þriggja ára samning við Blika

Knattspyrnudeild Blika og knattspyrnuráð ÍBV hafa náð samkomulagi um skipti á leikmönnum. Aron Bjarnason kemur frá Vestmannaeyjum og gerir 3 ára samning við Blika. Arnór Gauti Ragnarsson fer til ÍBV.


26.01.2017

Tokic til Blika

Króatinn Hrvoje Tokic hefur gengið til liðs við Breiðablik og leikur með liðinu næstu 2 árin. Þessi 27 ára gamli framlínumaður lék undanfarin tvo keppnistímabil með Víkingi frá Ólafsvík. Hann sló í gegn með Ólafsvíkingum í 1. deildinni árið 2015. Hann gekk til liðs við liðið um mitt sumar og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 12 mörk í 8 leikjum. -AP


23.01.2017

Daði til Jiangsu Suning

Daði Rafnsson hefur samið til tveggja ára við Jiangsu Suning. Daði verður þar aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá kvennaliði félagsins, sem keppir í kínversku úrvalsdeildinni.


22.01.2017

Við munum styrkja okkur,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Blika

Knattspyrnulið meistaraflokks karla hjá Blikum hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Margir leikmenn hafa haldið á brott og fáir utanaðkomandi hafa bæst við. Fjórir fastamenn frá síðasta tímabili, Elfar Freyr, Alfons, Daníel Bamberg og Árni Vill, verða ekki með okkur næsta sumar og þar að auki hafa fjórir aðrir leikmenn sem voru hópnum, Glenn, Ágúst Eðvald, Arnór Sveinn og Ellert, horfið á braut.


21.01.2017

Góður sigur suður með sjó!

Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Keflavíkingum 1:4 í Fótbolta.net mótinu í knattspyrnu í dag. Fjórir leikmenn Breiðabliks með fyrsta opinbera meistaraflokksleikinn.


20.01.2017

Alfons til Norrköping

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá sænska úrvalsdeildarklúbbnum Norrköping í bakvörðinn unga Alfons Sampsted. Alfons hefur þegar skrifað undir samning við Svíana og heldur utan til æfinga með liðinu á sunnudaginn.


19.01.2017

Blikar seldir milli landa

Tveir af félögum okkar í atvinnumennsku, Árni Vilhjálmsson og Sverrir Ingi Ingason, hafa verið seldir milli landa á síðustu dögum. Árni fór frá Lilleström í Noregi til Jönköpings Södra IF í sænsku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi færir sig hins vegar úr vetrarkuldanum í Belgíu í sólina á Spáni. Það er spænska stórliðið Granada sem kaupir Blikann frá Lokeren.


15.01.2017

Varaliðið fór á kostum

Varalið Blika og ÍBV áttust við í æfingaleik í Fífunni á föstudagskvöldið. Okkar piltar unnu öruggan 4:1 sigur og voru mörk okkar flest af dýrari tegundinni. Í leiknum fengu yngri leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna.


14.01.2017

Tap þrátt fyrir glæsimörk

Okkar drengir riðu ekki feitum hesti frá fyrstu viðureign okkar í Fótbolta.net mótinu á þessu ári. Eyjapeyjar mættu í Fífuna og lögðu okkur 2:3. Staðan í leikhléi var 0:2 fyrir ÍBV og síðan skoruðu gestirnir sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Mörk okkar pilta settu Alfons Sampsted og Höskuldur Gunnlaugsson.


13.01.2017

Meistaraflokkar leika í Fífunni um helgina

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkunum Breiðabliks um helgina! Strákarnir ríða á vaðið og mæta ÍBV tvisvar sinnum um helgina. Það verður ekki síðri skemmtun kl.12.00 þegar stúlkurnar okkar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Faxaflóamótinu.


10.01.2017

Ósvald í Leikni R.

Blikinn góðkunni Ósvald Jarl Traustason hefur fengið félagaskipti yfir Leikni R. Ósvald er 21 árs varnarmaður og á að baki 24 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er uppalinn Bliki en hefur undanfarin ár leikið sem lánsmaður með Gróttu og Fram og einnig spilaði hann hluta af sumrinu 2013 með Leikni.