BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

29.04.2017

Blikastrákaboltinn að byrja!

Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna á Kópavogsvöll á mánudaginn kl.17.00. Þetta verður hörkuleikur, spáin er þokkaleg þannig að allar ytri aðstæður gefa tilefni til bjartsýni.


27.04.2017

Skúli Sigurz lánaður til Leiknismanna

Einn af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum Breiðabliks, Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hefur verið lánaður til Leiknis R.


25.04.2017

Kótilettukvöld og Leikmannakynning 2017

Kótilettukvöld og leikmannakynning meistaraflokka Breiðabliks 2017. Opið fyrir alla aðdáendur Blika bæði karla og konur. Hægt að taka frá borð. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Munum að uppselt var á síðastu skemmtun knattspyrnudeildarinnar.


19.04.2017

Hlynur Örn lánaður í Fram

Markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson hefur verið lánaður til Fram út keppnistímabilið 2017. Hann hefur verið í herbúðum Blika í 5 ár. Árið 2013 var hann lánaður í Augnablik og spilaði þar 17 leiki í 3. deildinni. Árið 2015 var Hlynur lánaður í Tindastól þar sem hann lék 16 leiki í 2. deildinni. Og í fyrra var var hann lánaður hálft keppnistímabil til Grindavíkur þar sem hann lék 11 leiki.


15.04.2017

FH-fall er fararheill!

Blikar lutu í gras 0:3 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í Fífunni í gær. Þrátt fyrir að sigur Hafnfirðinga hafi verið sanngjarn þá segja úrslitin ekki alla söguna. Við áttum okkar færi og meiðsli/veikindi voru að hrjá liðið. Blikaliðið spilaði vel á köflum og lagði sig fram en á þessum tímapunkti gekk ekki að koma knettinum í markið. Við höfum því ekki miklar áhyggjur af þessum úrslitum því við munum toppa á réttum tíma!


12.04.2017

Atli kveður Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Atli Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks hafa komist að samkomulagi um að binda enda á leikmannasamning Atla við deildina. Atli sem er 25 ára uppalinn Þórsari kom til Breiðabliks frá KR árið 2015.


05.04.2017

Hrafnhildur Gísladóttir nýr fjármálastjóri Breiðabliks

Staða fjármálastjóra er ný staða innan Breiðabliks og hluti af ákveðnum skipulagsbreytingum sem aðalstjórn félagsins fór í samhliða framkvæmdastjórskiptum sem urðu þann 1. apríl s.l.


01.04.2017

Flottur sigur hjá Blikum

Blikar unnu öruggan 6:0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum.Þessi úrslit þýða að við mætum FH í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins sunnudaginn 9. apríl. Strákarnir fengu ekki langan tíma til að fagna því þvo þurfti búningana strax því liðið hélt í keppnisferð til Spánar í býtið laugardagsmorguninn.


30.03.2017

Gísli með nýjan 3 ára samning

Baráttujaxlinn Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Gísli sem er 22 ára gamall miðjumaður á að baki 46 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 6 mörk í þessum leikjum.


24.03.2017

Kári í jötunmóð!

Leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum fer líklega í sögubækurnar sem einn frægasti leikur sem hefur verið leikinn á Íslandi. Ástæðan er sú að Twitter myndir blikar.is sem sýna Kára fara hamförum í Grafarholtinu hafa dreifst um allan heim.


21.03.2017

Fram - Breiðablik í Lengjubikarnum

Strákarnir okkar mæta Fram í Lengjubikarnum á Framvellinum í Grafarholtinu á fimmtudag kl.19.15. Við unnum góðan sigur gegn Þrótti í síðustu umferð og nú mætum við öðru 1. deildarliði.


16.03.2017

Herrakvöld Breiðabliks 2017 - UPPSELT!

Herrakvöld Breiðabliks í Smáranum – veislusal Breiðabliks, föstudaginn 24. mars 2017. Miðaverð aðeins 4.900 kr.


15.03.2017

Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks og mun hann hefja störf 1. apríl n.k. Eysteinn tekur við af Kristjáni Jónatanssyni sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Breiðabliks síðast liðin 21 ár.


14.03.2017

Brynjar Óli lánaður í Vestra

Framlínumaðurinn ungi og efnilegi Brynjar Óli Bjarnason hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Í kjölfarið var hann síðan lánaður til Vestra í 2. deildinni.


14.03.2017

Arnór Borg Guðjohnsen seldur til Swansea!

Einn af hinum ungu og efnilegum leikmönnum sem er að koma upp í gegnum hið öfluga yngriflokka starf Breiðabliks er hinn 16 ára Arnór Borg Guðjohnsen. Hann hefur nýverið samið við knattspyrnudeildina en í kjölfarið var hann seldur til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea.


11.03.2017

Blikar hrukku í gang

Blikar unnu öruggan 0:4 sigur á Þrótti í Lengjubikarnum í Egilshöllinni í gær. Loksins sýndu strákarnir okkar hvað í þeim býr og áttu rauðröndóttir Þróttara engan sjens i frískt Blikaliðið. Staðan í leikhléi var 0:2 og við bættum síðan tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Það voru þeir Willum Þór Willumsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Martin Lund Pedersen 2 sem settu mörk okkar pilta.


10.03.2017

Reynslumikið þjálfarateymi

Ekkert lið á Íslandi er með jafn reynslumikið þjálfarateymi og karlalið Breiðabliks þegar horft er til leikjafjölda í efstu deild á Íslandi og landsleikja


10.03.2017

Breiðablik komið með keppnisleyfi

Breiðablik er eitt fárra liða sem skilaði inn athugasemdalausri umsókn til leyfaráðs KSÍ! Sex þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs.


08.03.2017

Augnablik blæs í herlúðra!

Fjórðu deildarliðið Augnablik, sem tengist Blikum sterkum böndum, hefur heldur betur blásið í herlúðra og fengið til liðs við sig sex gríðarlega sterka leikmenn. Þetta eru þeir Kári Ársælsson, Haukur Baldvinsson, Guðmundur Pétursson, Jökull Elísabetarson, Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður og Ellert Hreinsson.


06.03.2017

Kári Ársælsson lætur af störfum

Kári Ársælsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu að eigin ósk.


02.03.2017

Olgeir mættur aftur í Kópavoginn!

Leikjahæsti leikmaður Blika frá upphafi Olgeir Sigurgeirsson er mættur aftur í Kópavoginn! Ekki þó sem leikmaður í þetta sinn heldur sem þjálfari.


25.02.2017

Gulli og Davíð redduðu stigi fyrir Blika!

Blikar og Grindavík skildu jöfn 1:1 í Lengjubikarnum í Fífunni í dag. Davíð Kristán skoraði stórglæsilegt mark í síðari hálfleik og jafnaði þar með leikinn. En það mátti ekki síður þakka Gulla Gull markverði fyrir þetta eina stig því hann varði stórkostlega tvisvar i röð frá gestunum og sýndi það og sannaði að hann er enn besti markvörðurinn í Pepsí-deildinni.


18.02.2017

Karakterstig gegn Stjörnunni

Blikar og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í ár. Við misstum Aron Kára af velli strax á 10. mínutu en við sýndum mikinn karakter það sem eftir lifði leiks. Það tók okkur að vísu smá tíma að endurskipuleggja liðið en í síðari hálfleik vorum við sterkari aðilinn og áttum í raun og veru að vinna leikinn.


17.02.2017

Víkingar ekki Þrándur í Götu Blika

Blikar unnu ágætan 4:2 sigur á Færeyjameisturum Víkinga frá Götú í æfingaleik í Fífunni i kvöld. Blikar tefldu fram blönduðu liði yngri og eldri leikmanna enda fyrsti leikur í Lengjubikarnum á morgun laugardag.


16.02.2017

Hafsteinn Ómar kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins

Hafsteinn Ómar Gestsson var kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins á aðalfundi klúbbsins sem var haldinn í Glersalnum á Kópavogsvelli í kvöld. Aron Óskarsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann situr samt sem áður áfram í stjórninni.


15.02.2017

Breiðablik - Stjarnan á laugardaginn

Við tökum á móti frískum Stjörnustrákum í Fífunni á laugardag kl.12.00. Þessi lið hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og oftar en ekki höfum við haft yfirhöndina. En við höfum verið að hiksta í undanförnum leikjum og Blikastrákarnir hafa því fullan hug á því að sýna það og sanna að við séum með lið sem getur barist á toppnum í sumar.


11.02.2017

Tap gegn KA

Okkar drengir þurftu að lúta í gras gegn KA-mönnum 1:3 í æfingaleik í Fífunni í dag. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því við vorum eins og oft áður meira með boltann í leiknum. Tvö ódýr víti og ein varnarmistök gerðu það hins vegar að verkum að við töpuðum leiknum. Mark okkar setti Höskuldur Gunnlaugsson eftir góða sendingu frá Gísla Eyjólfssyni.


09.02.2017

Ólafur Hrafn kosinn formaður

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli. Eins og hefur komið fram gaf Borghildur Sigurðardóttir ekki kost á sér aftur sem formaður og var Ólafur Hrafn Ólafsson kosinn formaður í hennar stað. Rekstur deildarinnar heldur áfram að vaxa en var réttu megin við strikið eins og undanfarin ár.


09.02.2017

Fimm Blikar í Las Vegas. Munið eftir aðalfundinum í dag kl.18.00

Fimm af okkar drengjum komu við sögu hjá íslenska A-landsliðinu sem tapaði naumlega fyrir Mexíkó 0:1 í vináttulandsleik í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. Við minnum ykkur síðan á aðalfund knattspyrnudeildar sem verður haldinn í Glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli í kvöld kl.18.00.


08.02.2017

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2017

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2017 verður þann 9. febrúar 2017 kl. 18:00 í stúkunni á Kópavogsvelli (Glersalnum)


03.02.2017

Tap í lokaleiknum

Blikar urðu að sætta sig við 6. sætið í fótbolta.net mótinu eftir tap gegn Grindvíkingum í vítaspyrnukeppni. Jafnt var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og þrátt fyrir að Gulli næði að verja fyrstu spyrnuna þá höfðu gestirnir betur eftir 5 spyrnur. Mark okkar setti Guðmundur Friðriksson með miklum ágætum eftir góða sendingu frá Aroni Bjarnasyni.


03.02.2017

Gunnlaugur Hlynur í Víking Ó.

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Víkings Ó hafa náð samkomulagi um félagaskipti Gunnlaugs Hlyns Birgissonar til Víkinga. Gunnlaugur Hlynur sem er 21 árs miðjumaður þekkir vel til Ólafsvíkurliðsins enda lék hann þar sem lánsmaður við góðan orðstýr sumarið 2015.


02.02.2017

Viktor Örn framlengir við Blika

Miðvörðurinn snjalli Viktor Örn Margeirsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um 3 ár. Viktor Örn sem er fæddur árið 1994 spilaði fyrstu meistaraflokksleiki sína með Augnablik árið 2013 en var síðan lánaður í HK sumarið 2014.


28.01.2017

Davíð Kristján með nýjan 3 ára samning

Bakvörðurinn knái Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Davíð Kristján sem er 21 árs spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikum árið 2014.


27.01.2017

Blikar í gjafastuði

Blikar voru í miklu gjafastuði gegn FH-ingum í síðasta leik á Fótbolta.net mótinu. Strákarnir okkar færðu Fimleikadrengjunum að minnsta kosti þrjú mörk í leiknum á silfurfati og hentu síðan inn einu víti í kaupbæti. Það gengur auðvitað ekki ef menn ætla að ná árangri á vellinum.


27.01.2017

Aron Bjarnason með þriggja ára samning við Blika

Knattspyrnudeild Blika og knattspyrnuráð ÍBV hafa náð samkomulagi um skipti á leikmönnum. Aron Bjarnason kemur frá Vestmannaeyjum og gerir 3 ára samning við Blika. Arnór Gauti Ragnarsson fer til ÍBV.


26.01.2017

Tokic til Blika

Króatinn Hrvoje Tokic hefur gengið til liðs við Breiðablik og leikur með liðinu næstu 2 árin. Þessi 27 ára gamli framlínumaður lék undanfarin tvo keppnistímabil með Víkingi frá Ólafsvík. Hann sló í gegn með Ólafsvíkingum í 1. deildinni árið 2015. Hann gekk til liðs við liðið um mitt sumar og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 12 mörk í 8 leikjum. -AP


23.01.2017

Daði til Jiangsu Suning

Daði Rafnsson hefur samið til tveggja ára við Jiangsu Suning. Daði verður þar aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá kvennaliði félagsins, sem keppir í kínversku úrvalsdeildinni.


22.01.2017

Við munum styrkja okkur,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Blika

Knattspyrnulið meistaraflokks karla hjá Blikum hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Margir leikmenn hafa haldið á brott og fáir utanaðkomandi hafa bæst við. Fjórir fastamenn frá síðasta tímabili, Elfar Freyr, Alfons, Daníel Bamberg og Árni Vill, verða ekki með okkur næsta sumar og þar að auki hafa fjórir aðrir leikmenn sem voru hópnum, Glenn, Ágúst Eðvald, Arnór Sveinn og Ellert, horfið á braut.


21.01.2017

Góður sigur suður með sjó!

Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Keflavíkingum 1:4 í Fótbolta.net mótinu í knattspyrnu í dag. Fjórir leikmenn Breiðabliks með fyrsta opinbera meistaraflokksleikinn.


20.01.2017

Alfons til Norrköping

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá sænska úrvalsdeildarklúbbnum Norrköping í bakvörðinn unga Alfons Sampsted. Alfons hefur þegar skrifað undir samning við Svíana og heldur utan til æfinga með liðinu á sunnudaginn.


19.01.2017

Blikar seldir milli landa

Tveir af félögum okkar í atvinnumennsku, Árni Vilhjálmsson og Sverrir Ingi Ingason, hafa verið seldir milli landa á síðustu dögum. Árni fór frá Lilleström í Noregi til Jönköpings Södra IF í sænsku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi færir sig hins vegar úr vetrarkuldanum í Belgíu í sólina á Spáni. Það er spænska stórliðið Granada sem kaupir Blikann frá Lokeren.


15.01.2017

Varaliðið fór á kostum

Varalið Blika og ÍBV áttust við í æfingaleik í Fífunni á föstudagskvöldið. Okkar piltar unnu öruggan 4:1 sigur og voru mörk okkar flest af dýrari tegundinni. Í leiknum fengu yngri leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna.


14.01.2017

Tap þrátt fyrir glæsimörk

Okkar drengir riðu ekki feitum hesti frá fyrstu viðureign okkar í Fótbolta.net mótinu á þessu ári. Eyjapeyjar mættu í Fífuna og lögðu okkur 2:3. Staðan í leikhléi var 0:2 fyrir ÍBV og síðan skoruðu gestirnir sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Mörk okkar pilta settu Alfons Sampsted og Höskuldur Gunnlaugsson.


13.01.2017

Meistaraflokkar leika í Fífunni um helgina

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkunum Breiðabliks um helgina! Strákarnir ríða á vaðið og mæta ÍBV tvisvar sinnum um helgina. Það verður ekki síðri skemmtun kl.12.00 þegar stúlkurnar okkar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Faxaflóamótinu.


10.01.2017

Ósvald í Leikni R.

Blikinn góðkunni Ósvald Jarl Traustason hefur fengið félagaskipti yfir Leikni R. Ósvald er 21 árs varnarmaður og á að baki 24 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er uppalinn Bliki en hefur undanfarin ár leikið sem lánsmaður með Gróttu og Fram og einnig spilaði hann hluta af sumrinu 2013 með Leikni.


09.01.2017

Willum til Bristol á reynslu

Blikinn ungi og efnilegi, Willum Þór Willumsson, hefur fengið boð að koma til enska 1. deildarliðsins Bristol á reynslu. Hann heldur því til Englands í dag og dvelur í baðstrandarbænum í viku við æfingar og keppni


05.01.2017

Blikar verðlauna leikmenn

Nokkrir leikmenn meistaraflokks kvenna fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir að hafa náð 100 leikja áfanga með meistaraflokki. Svo voru Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kári Ársælsson heiðraðir sérstaklega fyrir framlag sitt til félagsins. Þar að auki bíður Andra Rafns Yoamans silfurplatti fyrir að hafa náði þeim áfanga að leika 200 leik fyrir Breiðablik.


05.01.2017

Elfar Freyr til Horsens

Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blika. Við sama tækifæri var gengið frá lánssamning á milli knattspyrnudeildar Breiðabliks og danska úrvalsdeildarliðsins Horsens.


04.01.2017

Ágúst Eðvald til Norwich

Blikinn ungi og efnilegi Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, er að ganga í raðir enska félagsins Norwich


02.01.2017

Martin Lund Pedersen semur við Breiðablik

Martin Lund Pedersen hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Martin Lund er 25 ára fjölhæfur miðju- og kantmaður sem á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Danmerkur.


30.12.2016

Áramótabrenna 2016

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.


29.12.2016

Flugeldasala Breiðabliks

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.


28.12.2016

Blikar og Glenn slíta samstarfinu

Glenn kom til Blika um mitt tímabil 2015 frá ÍBV og stóð sig mjög vel það árið. Hann skoraði þá átta mörk í níu leikjum í Pepsí-deildinni. Í lok ársins skrifaði síðan Glenn undir tveggja ára samning við deildina.


27.12.2016

Davíð með 3 ára samning

Hinn 17 ára gamli Davíð Ingvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


23.12.2016

JÓLAKVEÐJA 2016

Jólakveðja stuðningsmannavefs meistaraflokka Breiðabliks 2016


20.12.2016

Gísli Martin Sigurðsson með 3 ára samning

Hinn 18 ára gamli bakvörður Gísli Martin Sigurðsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


19.12.2016

Skötuveisla Breiðabliks

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) fimmtudaginn 22.desember milli kl. 11:00-14:00.Boðið verður upp á skötu, saltfisk, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð.


17.12.2016

Elías Rafn Ólafsson með samning

Elías Rafn Ólafsson 16 ára markvörður er einn yngsti leikmaðurinn sem skrifar undir leikmannasamning við Blika þetta haustið.


17.12.2016

Ágætur sigur á Leikni

Blikar unnu Leikni úr Breiðholti 4:2 í æfingaleik í Fífunni í gærkvöld. Staðan í leikhléi var 2:1 en lokatölur urðu 4:2 eftir að Breiðhyltingar höfðu jafnað leikinn um miðjan síðari hálfleik. Mörk Blika settu Arnór Gauti, Gunnlaugur Hlynur (víti), Gummi Friðriks og Arnþór Ari.


14.12.2016

Íslensk Knattspyrna 2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.


08.12.2016

Sindri Þór með 3 ára samning

Varnarmaðurinn öflugi Sindri Þór Ingimarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er einn af sigursælum hópi 1998 árgangsins sem hefur meðal annars landað Íslandsmeistaratitli undanfarin tvö ár.


08.12.2016

Blikar lögðu Stjörnuna

Blikar lögðu Stjörnuna í fjörugum úrslitaleik um 5.sæti í BOSE mótinu 2016. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3 og var því gripið til vítaspyrnukeppni.


07.12.2016

Gunnar Geir með 3 ára samning

Gunnar Geir Baldursson hefur skrifað undir þriggja ára samning við deildina. Hann er sterkur og öflugur 18 ára gamall hægri fótar miðjumaður og var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks síðasta sumar þar sem hann lék sem fremsti miðjumaður.


05.12.2016

Blikar mæta Stjörnunni í BOSE mótinu

Blikar og Stjarnan spila um 5. sætið í BOSE mótinu á Stjörnuvellinum i Garðabæ á miðvikudaginn kl.18.0. Liðin tvö lentu í síðasta sæti í sínum riðli og þurfa því að spila um þetta sæti.


27.11.2016

Aukspyrnumark varð Blikum að falli gegn Víkingum

Víkingar lögðu Blikar töpuðu fyrir Víkingum í Bose-mótinu í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Víkingar skoruðu sigurmarkið í 33. mínútu í fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á varnarmann Blika fyrir litlar sakir.


25.11.2016

Breiðablik - Víkingur R í BOSE mótinu í Egilshöll kl. 18:00 á sunnudaginn

Annar leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Egilshöll í Grafarvogi á sunnudaginn kl.18.00.


21.11.2016

Aron Kári skrifar undir samning við Blika

Aron Kári Aðalsteinsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Aron Kári sem er 17 ára gamall var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks Breiðabliks í sumar.


21.11.2016

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Guðmundi Atla Steinþórssyni

Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður meistaraflokks Breiðabliks í fótbolta, þarf að hætta knattspyrnuiðkun vegna hjartagalla. Þetta kom í ljós í framhaldi af læknisskoðun sem Guðmundur gekkst undir í tengslum við þátttöku Breiðabliks í Evrópukeppninni í sumar.


21.11.2016

Friðjón Fannar fallinn frá

Það sló þögn á okkur Blika þegar við fréttum að félagi okkar Friðjón Fannar Hermannsson hefði óvænt kvatt þennan heim aðeins rúmlega fertugur að aldri. Friðjón Fannar var einn af okkar dyggustu stuðningsmönnum og lét sig sjaldan vanta á völlinn þegar Blikaliðið var að spila.


19.11.2016

Skiptur hlutur í Fífunni

Blikar og Fjölnir skildu jöfn 2:2 í fyrsta leik BOSE-mótsins í knattspyrnu. Bæði lið tefldu fram blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og svo eldri jöxlum inn á milli. Gestirnir úr Grafarvogi voru yfir í leikhléi 1:2 en við áttum allan síðari háfleikinn og jöfnuðum verðskuldað 2:2. Það voru þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Ólafur Hrafn Kjartansson sem settu mörk okkar Blika.


19.11.2016

Breiðablik – Fjölnir í BOSE mótinu í Fífunni kl. 10:00

Bose mótið 2016 – Fótboltamót sem hljómar vel. Bose mótið er nú haldið í fimmta sinn og er nú keppt í 2 riðlum. Þetta árið eigast við sex úrvalsdeildarlið í mótafyrirkomulagi en sigurvegari verður krýndur í desember.


18.11.2016

Hlerinn fallinn frá

Í vikunni var borinn til grafar einn af okkar öflugustu stuðningsmönnum. Ólafur Ingi Ingimundarson, eftir langa baráttu við krabbamein 66 ára gamall. Ólafur Ingi var áberandi karakter í stuðningsmannahópi knattspyrnudeildarinnar. Flestir muna eftir honum í gamalli verkamannaúlpu en hann var sannfærður um að þetta væri lukkuúlpa.


17.11.2016

Skúli skrifar undir 3 ára samning

Einn af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum Breiðabliks, Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeildina


15.11.2016

Andri Rafn og Hallbera best í meistaraflokkunum

Andri Rafn Yeoman og Hallbera Gísladóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka Breiðabliks á síðasta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var í veislusalnum í Smáranum á laugardaginn þ.e. 12. nóvember.


06.11.2016

Kári í þjálfarateymi Blika

Kári Ársælsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfai í þjálfarareymi meistaraflokks karla í knattspyrnu. Kára þarf vart að kynna fyrir Blikum. Hann lék fyrst með meistataraflokki árið 2002 og á að baki 166 leiki með meistaraflokki Blika og skoraði í þeim 13 mörk.


04.11.2016

Damir skrifar undir nýjan samning við Breiðablik

Damir Muminovic skrifað í morgun undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik. Damir sem er 26 ára gamall kom til liðs við Breiðablik í desember 2013 frá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur spilað 97 opinbera leiki fyrir Blika og skorað 5 mörk.


03.11.2016

Arnór yfirgefur Blika

Arnór á glæsilegan feril að baki með Blikaliðinu. Hann lék fyrst með meistaraflokki árið 2003 og á að baki 252 leiki með meistaraflokki þar af 139 í efstu deild. Hann er sjötti leikjahæsti Bliki í meistaraflokki frá upphafi og hefur þar að auki spilað 12 leiki með A-landsliði Íslands og 9 með U-21árs landsliðinu. Arnór spilaði sem atvinnumaður með Hönefoss í efstu deild í Noregi á árunum 2011-2013.


25.10.2016

Siggi Víðis ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks

Sigurður Víðisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik. Sigurður hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur meðal annars þjálfað meistaraflokka kvenna hjá HK/Víkingi, FH og Fjölni og var spilandi þjálfari hjá Huginn á Seyðisfirði


13.10.2016

Tölfræði 2016 - samantekt

Arnar Grétarsson hefur nú stýrt Breiðabliksliðinu í 75 opinberum keppnisleikjum. Gunnleifur Gunnleifsson með 100% árangur. Yngri leikmenn Breiðabliks á láni léku samtals 144 leiki með öðrum liðum.


10.10.2016

Kristófer Sigurgeirsson hættir sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Kristófer Sigurgeirsson að hann láti af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki.


03.10.2016

Uppskerubrestur

Það var mikið undir í lokaumferð PEPSI deildarinnar í gær. 2 lið freistuðu þess að bjarga sér frá falli og önnur 4 áttu möguleika á að ná sér í sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Blikar mættu Fjölnismönnum og í stuttu máli var staðan þannig að Blikum myndi nánast örugglega duga að vinna leikinn til að tryggja sér Evrópusæti


02.10.2016

Andri Rafn Yeoman fær háttvísiverðlaun Borgunar

Viðurkenning Borgunar fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deild karla 2016


30.09.2016

Pallaball í Smáranum laugardaginn 1. október 2016

Einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar Páll Óskar kemur fram á risa Pallaballi í Íþróttahúsinu okkar í Smáranum 1. október.


29.09.2016

Einvígið um Evrópu! Breiðablik – Fjölnir í PEPSI laugardaginn 1. október kl. 14:00

Leikur Blikaliðsins í lokaumferð PEPSI deildarinnar á laugardaginn er gríðarlega mikilvægur leikur við Fjölnismenn á Kópavogsvelli um Evrópusæti á næsta ári. Blikar eru núna í þriðja sæti deildarinnar og verða að vinna leikinn til að tryggja Evrópusætið.


28.09.2016

Blikar töpuðu eltingarleiknum

Breiðablik tapaði 0:3 fyrir geysilega sterku liði Ajax frá Amsterdam í Evrópukeppni ungmennaliða á Kópavogsvelli í dag. Blikastrákarnir stóðu sig samt með sóma en mættu ofjörlum sínum í leiknum. Blíðskaparveður var í Kópavoginum og mættu 840 áhorfendur á leikinn sem hlýtur að teljast mjög góð mæting því leikurinn hófst kl.16.00.


28.09.2016

Blikar - Fjölnir -  Uppskeruhátíð yngri flokka - Pallaball - Allt að gerast á laugardag!

Það er allt að gerast í Kópavogsdalnum á laugardag! Úrslitaleikur um Evrópusæti á milli Blika og Fjölnis í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli kl.14.00 og svo Pallaball í Smáranum um kvöldið.


25.09.2016

Auglýst eftir ástríðu!

Yfirburðir Blika fyrstu 30 mínúturnar voru miklir. Við fengum nokkuð frjálsa flugbraut upp kantana og áttu bakverðir okkar Alfons og Davíð Kristján nokkrar vænlegar fyrirgjafir. En sóknarmönnum okkar tókst ekki að nýta þær ekki frekar en aðra möguleika í leiknum. Þrumufleygur Olivers Sigurjónssonar úr aukaspyrnu small í þverslánni og vildu sumir halda því fram að knötturinn hefði farið inn. En í kjölfarið fór Arnþór Ari illa með upplagt færi þegar hann skallaði knöttinn beint á markvörð heimapilta.


22.09.2016

ÍA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 25. september kl.14:00

Leikur ÍA og Breiðabliks á Norðurálsvellinum á Akranesi á sunnudaginn er 108viðureign liðanna í öllum leikjum frá upphafi;52. viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi og 3 viðureign liðanna á þessu ári.


20.09.2016

Stig er stig.

Blikar mættu ÍBV í 20. umferð PEPSI deildarinnar. Leikmenn ÍBV létu stopular áætlunarferðir upp á fastalandið ekki hindra sig, heldur tóku Lóðsbátinn í sína þjónustu og mættu hressir í Kópavoginn til að klára þennan leik sem fresta varð vegna meintrar sjóriðu Stjörnumanna í síðustu umferð og er löng saga að segja frá því veseni öllu og hvernig ólíklegustu menn hafa hent gaman að grönnum okkar og kallað tepruskap.


17.09.2016

Breiðablik - ÍBV í PEPSI mánudag 19. september kl. 16:45

Breiðablik og ÍBV hafa mæst 87 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru mjög margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna - keppni sem var leikin heima og heiman vor og haust. Bæjarkeppnin hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum enda góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja.


16.09.2016

Módel ´94 kláruðu leikinn!

Blikar sýndu það og sönnuðu með 0:3 sigri á Valsmönnum að á góðum degi standast fá lið okkur snúning. Árni Vilhjálmsson fór á kostum, skoraði tvö flott mörk og átti þar að auki stoðsendingu á félaga sinn og jafnaldra Gísla Eyjólfsson sem setti eitt mark með laglegri kollspyrnu.


13.09.2016

Valur - Breiðablik í PEPSI fimmtudag 15. september kl. 20:00

Blikar haft mjög gott tak á Valsmönnum í efstu deild frá því að liðin komu upp úr 1. deildinni síðast. Í 21 viðurgeign frá 2006 hafa Blikar unnið 11 leiki gegn 4 leikjum Vals og í 6 leikjum hefur orðið jafnt. Blikar hafa mætt Val 10 sinnum á útivelli frá 2006. Blikar hafa yfirhöndina með 5 sigra og 3 jafntefli gegn 2 sigrum Valsmanna.


12.09.2016

Jafnteflisbarningur í Krikanum

Leikurinn í gær hófst með braki og brestum og það var ekki mínúta liðin þegar Blikar fengu sannkallað dauðfæri, alveg gefins. Miðvörður gestanna var að dúlla með boltinn rétt utan vítateigs og Árni einfaldlega hirti boltann af honum og lék að marki og þrumaði svo boltanum yfir marki. Þarna fór gott færi forgörðum.


08.09.2016

FH – Breiðablik á Kaplakrikavelli sunnudag kl. 17:00

Breiðablik og FH hafa mæst 100 sinnum í opinberum leikjum. Leikurinn í Krikanum á sunnudaginn verður því hundraðasti og fyrsti skráði leikur liðanna frá upphafi.


01.09.2016

Eintóm gleði gegn Stjörnunni

Góður sigur hjá okkar mönnum staðreynd og við náðum öllum stigunum. Það var fyrir mestu. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur í sumar en í heildina góð frammistaða, menn að berjast allan tímann og uppskáru í lokin. Sigurinn var því sérlega sætur og ætti að vera gott veganesti í framhaldið. 16. umferðin klárast í kvöld og það verður fróðlegt a sjá í hvaða stöðu við verðum að henni lokinni.


30.08.2016

Blikar taka þátt í Evrópukeppni ungmennaliða í 2. flokki karla og mæta Ajax frá Hollandi

Blikastrákarnir í 2. flokki taka þátt í Evrópukeppni ungmennaliða í fyrsta skipti. Flokkurinn er núverandi Íslandsmeistari og því fengum við sæti Íslands í þessari keppni.


25.08.2016

Breiðablik – Stjarnan í PEPSI laugardaginn 27. ágúst kl. 17:00

Leikurinn á Kópavogsvelli á laugardaginn er 12. efstu deildar viðureign liðanna á Kópavogsvelli frá því að liðin léku þar fyrst í efstu deild 14. júlí 1991. Sá leikur tapaðist 0:2 sem og efstu deildar leikur liðanna á Kópavogsvelli 11. júlí 1994. Á þeim 22 árum sem liðin eru síðan hefur Stjarnan ekki unnið Breiðablik í efstu deild á Kópavogsvelli.


24.08.2016

Blikar á tímamótum

Nokkrir leikmenn meistaraflokks karla hafa náð ákveðnum tímamótum á ferli sínum að undanförnu. Þar ber hæst að Andri Rafn Yeoman er kominn með 145 leiki í efstu deild og er þar með orðinn leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild karla frá upphafi.


22.08.2016

Súrt eftirbragð í Frostaskjólinu

Blikar virtust vera með mikilvægi þessa leiks alveg á hreinu því þeir gáfu andstæðingunum engan tíma í byrjun og virkuðu mjög frískir og til í slaginn. Spilið gekk ágætlega og menn voru fljótari að koma boltanum í svæðin en oft áður í sumar og klöppuðu boltanum ekki um of.