BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sjöundi himinn

18.08.2021 image

18.08 09:00
2021
Breiðablik
7:0
3
Evrópukeppni | 1. umferð - Undankeppni
Siauliai | #

Þær eru stundum kallaðar systurnar 18, eyjarnar sem mynda Færeyjar. Þau hefðu getað orðið 18 líka, mörkin sem Breiðablik skoraði gegn Færeyjameisturum Klakksvíkur frá Borðey.

Leikurinn var í Meistaradeild Evrópu, einskonar forkeppni, og var spilaður í sóttvarnarbólu í Litháen. Þetta var undanúrslitaleikur og myndi sigurliðið mæta liðinu sem vinnur leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi. Sigurliðið fer svo í umspil á móti öðru liði sem vinnur svipaða túrneringu og sigurliðið úr þeirri viðureign í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. Mörkin urðu ekki 18 en leikurinn vannst 7-0. Klakksvík er jú hinn færeyski vinabær Kópavogs.

Okkar konur voru í sókn allan tímann og lygilegt að fyrsta markið hafi ekki komið fyrr en á 28. mínútu. Þar var Selma Sól á ferðinni og mörkunum fór að rigna. Þá fór þeim líka að rigna og svona gekk þetta fyrir sig: 1-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('28 ) 2-0 Karitas Tómasdóttir ('34 ) 3-0 Tiffany Janea Mc Carty ('36 ) 4-0 Agla María Albertsdóttir ('45 ) 5-0 Karitas Tómasdóttir ('45 ) 6-0 Agla María Albertsdóttir ('58 , víti) 7-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('90 ).

image

Hópurinn sem fór til Litháen fyrir brottför.

Það er svo á laugardaginn, 21. ágúst, að síðari leikurinn í þessari ferð fer fram. Þá ræðst hvort Breiðablikskonur ná í aðalkeppnina þetta árið en dráttur í riðla aðalkeppninnar verður sunnudaginn 22. Andstæðingarnir verða litháisku heimakonurnar í Gintra en þær unnu FC Flóru 2-0 í dag.

Eiríkur Hjálmarsson

Stöð 2 Sport á mikinn heiður skilinn að sýna frá leiknum í Litháen og hér er samantekt Vísis.is á öllum mörkunum leiknum:

Til baka