Áfram gakk nú er næsti leikur- Frítt á völlinn í boði Varðar
02.10.2025
Stelpurnar okkar spila næsta leik sinn á föstudagskvöldið kemur á Kópavogsvelli
klukkan 18:00 á móti Víking.
Víkingsstúlkur hafa verið á siglingu undanfarið og unnu frækinn 0-3 sigur á Val í
síðustu umferð. Okkar stúlkur hafa hins vegar ekki náð að sýna sitt besta enda
umfjöllun og tal um titil búin að vera óþarflega mikil. Það er samt ljóst að þær eiga
enn mikla möguleika á að tryggja 20. Íslandsmeistartitil sinn sem væri stórkostlegt
afrek.
Það er okkar trú að stelpurnar mæti tvíefldar til leiks eftir tvo tapleiki og að leikurinn á
föstudag verðir skemmtilegur og spennandi eins og flestir leikir þessara liða hafa
verið. Það er ljóst að stelpunum okkar vantar stuðning og nú hvetjum við alla til að
standa upp úr sófanum og mæta á Kópavogsvöll til að styðja stelpurnar. Þær eigi
skilið mun meiri stuðning enda hafa þær verið hreint út sagt stórkostlegar í sumar.
Koma svo allir á völlinn- ÁFRAM BREIÐABLIK.
-B