BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

19.01.2025

Yngri kynslóðin kláraði Skagamenn!

Blikar unnu ÍA 3:2 í fjörugum og skemmtilegum leik í Þungavigtarbikarnum á Kópavogsvelli í dag.


15.01.2025

Ólafur Björnsson í viðtali við Blikahornið

Ólafur Björnsson hefur komið víða við hjá Blikunum. Hann æfði bæði handknattleik og knattspyrnu hjá félaginu og lék fjölmarga leiki með meistaraflokki í báðum greinum.


11.01.2025

Mikið fyrir peninginn!

Blikar sigruðu Aftureldingu 3:4 í fjörugum leik í hinum svokallaða Þungavigtarbikar í Mosfellsbænum í kvöld.


03.01.2025

Okkar lang leikjahæsti framlengir!

Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning út árið 2025. Andri Rafn hefur þrisvar orðið Íslandsmestari með Breiðabliksliðinu og einu sinni bikarmeistari. Andri Rafn er lang leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi með 470 mótsleiki og 22 skoruð mörk.


30.12.2024

Áramótakveðja 2024

Forsvarsmenn blikar.is senda öllum Blikum og öðrum landsmönnum nær og fjær bestu óskir um farsæld og gleði á nýju ári!


23.12.2024

Jólakveðja 2024

STUÐNINGSMANNAVEFURINN BLIKAR.IS ÓSKAR ÖLLUM STUÐNINGSMÖNNUM BREIÐABLIKS NÆR OG FJÆR GLEÐILEGRAR JÓLAHÁTÍÐAR


13.12.2024

Damir heldur til DPMM frá Brúnei

Varnarmaðurinn, tvöfaldi Íslandsmeistarinn og goðsögnin Damir Muminovic hefur ákveðið að elta spennandi tækifæri og reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni í Singapúr.


23.11.2024

Óli Valur krotar undir 4 ára samning

Breiðablik hefur náð samkomulagi við sænska félagið Sirius og Óla Val Ómarsson um að ganga til liðs við Breiðablik. Gerir Óli 4 ára samning við Breiðablik til ársins 2028.


23.11.2024

Tíma Olivers hjá Breiðabliki lokið

Það er búið að vera partý í stúkunni kæri Oliver. Það hafa komið Íslandsmeistaratitlar, ótal sigrar, magnaðar minningar og sögur sem verða sagðar um ókomin ár. Oliver þú hefur gefið meira en orð fá lýst, allt frá þínum fyrstu árum og til ársins 2024.


22.11.2024

Valgeir Valgeirsson til Breiðabliks

Valgeir Valgeirsson skrifar undir við Breiðablik. Það er óhætt að segja að okkur hlakkar til að sjá Valgeir í Blikabúningnum næsta sumar. Valgeir var eftirsóttur af mörgum liðum en valdi Breiðablik, samningur Valgeirs gildir út árið 2028.


21.11.2024

Ágúst Orri skrifar undir út tímabilið 2028

Ágúst Orri Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik út tímabilið 2028! Hann kemur aftur heim til Breiðabliks frá ítalska liðinu Genoa reynslunni ríkari og tilbúinn í þau spennandi verkefni sem bíða liðsins á næsta tímabili.


17.11.2024

Tölfræði og yfirlit 2024 - samantekt

Samantekt 2024: Yfirlit - Breytingar á þjálfarateymi - Leikjafjöldi - Mörk - Viðurkenningar - Leikmannasamningar & Félagaskipti - Samantektir & Markasyrpur - SpáBlikar 2024


12.11.2024

Íslandsmeistarinn Kristófer Ingi framlengir til 2026

Íslandsmeistarinn Kristófer Ingi framlengir út árið 2026. Það er óhætt að segja að Kristó hafi verið mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, skoraði alls 9 mörk í öllum keppnum sumarið 2024. Alls á Kristófer 38 mótsleiki fyrir Breiðablik. 


10.11.2024

Takk Benjamin Stokke!

Benjamin kveðjur Breiðablik sem Íslandsmeistari, var frábær viðbót við hópinn og stóð sig vel í öflugum hópi leikmanna. Skoraði 4 mikilvæg mörk í sumar. Frábær félagi sem lagði sig alltaf.


06.11.2024

Íslandsmeistarinn Patrik Johannesen til Færeyja

Patrik Johannesen seldur til KÍ Klaksvik. Patrik kom til Breiðabliks frá Keflavík í nóvember 2022 og varð um liðna helgi Íslandsmeistari með Blæikum.


03.11.2024

Alexander Helgi skrifar undir hjá KR

Okkar maður  Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son er geng­inn til liðs við KR. Lexi skrifaði undir þriggja ára samn­ing við KR. Þessi breyting á högum Alexanders hefur legið fyrir síðan í júlí í sumar.


01.11.2024

Kiddi Jóns framlengir

Loksins fékk stríðsmaðurinn og Íslandsmeistarinn Kristinn Jónsson sigur medalíuna um hálsinn í Blikabúningnum. Ekki nóg með það heldur skrifaði þessi þrefaldi Íslandsmeistari og fyrrverandi bikarmeistari undir eins árs framlengingu á samning við Breiðablik. Hann var einnig kosinn leikmaður leikmanna á lokahófi meistaraflokks karla. 


01.11.2024

Blika goðsögn kveðir boltann sem leikmaður

Takk fyrir allt Arnór Sveinn Aðalsteinsson, þú ert einstakur. Um leið og við þökkum fyrir allt sem þú hefur gert þá hlakkar okkur til alls sem þú munt gera fyrir okkur sem þjálfari.


01.11.2024

Brynjar Atli framlengir við Breiðablik

Marvörðurinn og tvöfaldi Íslandsmeistarinn okkar Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik. Brynjar, sem er fæddur árið 2000, hefur verið ómetanlegur í verðlauna liði Breiðabliks síðustu ár. 


29.10.2024

Hvílíkt lið!

Þegar allt er með felldu hefjast pistlar þessir oftast á almennum dagbókarfærslum um hitastig, skýjahæð og vindafar og jafnvel eitt eða tvö orð um sprengitöflur og gagnsemi þeirra. Og það verður lítil breyting á því nú. Það var nánast logn veðurs, heiðskírt og tekið að rökkva þega undirritaður lagði leið sína í Víkina í gær.


24.10.2024

Besta deild karla. Úrslitakeppni 2024: Víkingur R. - Breiðablik

Íslandsmeistaratitill í boði í lokaleik Bestu deildar karla 2024 > Jafnt á öllum tölum í 97 innbyrðisviðureignum liðanna > SpáBliki leiksins er margfaldur Íslandsmeistari frá Keflavík > Mikil dagskrá í Smáranum á sunnudaginn > Liðsmynd 2024 > ...


20.10.2024

Strákarnir stóðust prófið með glans – Sögulegur úrslitaleikur framundan

Við höfum fylgst með mikilli dramatík í íslenskum stjórnmálum undanfarna viku. Allt logar stafna á milli. Innan ríkisstjórnar – sem endaði með stjórnarslitum eftir 7 ára samstarf fór allt á hvolf.


15.10.2024

Besta deild karla. Úrslitakeppni 2024: Breiðablik - Stjarnan

Leikur fjögur í úrslitakeppni Bestu deildar karla á laugardaginn > Vinningshlutfallið gegn Stjörnunni fellur með okkar mönnum > SpáBliki leiksins er Skagfirðingur búsettur í Mosfellsbæ en hefur mjög sterka tengingin við Breiðablik > Dagskrá í samstarfi við Nike > Mætum með læti í stúkuna og hvetjum okkar menn til sigurs!


14.10.2024

Arnór Sveinn Aðalsteinsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Arnór Sveinn hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Arnór Svein þarf ekki að kynna fyrir Blikum en hann hefur leikið 277 leiki fyrir félagið. Hans fyrsti leikur var árið 2003 og varð hann bikarmeistari með liðinu árið 2009 og Íslandsmeistari 2010.


14.10.2024

Eyjólfur Héðinsson ráðinn deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks

Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur verið ráðinn sem deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks. Eyjólfur hefur verið hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla frá árinu 2022.


07.10.2024

Stórskotahríð í Guðs friði

Á leiðinni á Kópavogsvöll sunnudagskvöldið 6. nóvember fann tíðindamaður Blikar.is snjallúrið titra rétt fyrir neðan Digraneskirkju, við lækinn sem kallaður hefur verið ýmsum nöfnum. Skilaboð höfðu borist frá góðum vini úr Garðabæ: „Verði þér að góðu!“ Stjarnan var komin yfir á móti Víkingi sem hentaði Blikum afskaplega vel í toppbaráttunni.


03.10.2024

Besta deild karla. Úrslitakeppni 2024: Breiðablik - Valur

Leikur þrjú í úrslitakeppni Bestu deildar karla á sunnudaginn > Vinningshlutfallið gegn Val í Kópavogi fellur með okkar mönnum, en við eigum harma að hefna eftir heimaleiknum í sumar > SpáBliki leiksins er alinn upp í Smárahverfinu > Mætum með læti í stúkuna og hvetjum okkar menn til sigurs!


30.09.2024

Kátt í Kaplakrika!

,,Loksins, loksins, loksins..,“ trölluðu stuðningsmenn Blika þegar þeir gengu kampakátir frá Kaplakrika eftir 0:1 sigur á heimamönnum í Bestu deild karla í gær. Ekki að furða því hálf-gerð álög hafa fylgt Blikaliðinu á þessum velli undanfarin ár.


27.09.2024

Besta deild karla. Úrslitakeppni 2024: FH - Breiðablik

Leikur tvö í úrslitakeppni Bestu deildar karla á sunnudaginn > Vinningshlutfallið gegn FH í efstu deild hnífjafnt > Blikar eiga harma að hefna í Krikanum > SpáBliki leiksins bjó nokkur ár í Kópavogi en flutti svo upp í Mosó > Mætum með læti í stúkuna í Krikanum og hvetjum okkar menn til sigurs!


25.09.2024

Sanngjarn sigur á Skagamönnum

Það var bleikur röðull að setjast á vesturloftinu í Kópavogsdalnum í gærkveldi í þann mund að leikur Blika gegn Skagamönnum í 1. umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar hófst.


20.09.2024

Besta deild karla. Úrslitakeppni 2024: Breiðablik - ÍA

Úrslitakeppni hjá strákunum hefst á mánudaskvöld á Kópavogsvelli > Vinningshlutfallið í efstu deild frá upphafi fellur með Skagamönnum > Blikar með yfirhöndina í síðustu leikjum > SpáBliki leiksins er fæddur í USA en ólst upp í Breiðholtinu > Mætum með læti í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs ...


16.09.2024

Markaveisla undir síðdegissól

Það var ekki fyrr en það haustaði að sumarið kom. Sól skein í heiði – nema náttúrlega í stúkunni á Kópavogsvelli – það var logn og það var blíða. Kjöraðstæður fyrir grannaslaginn á milli Breiðabliks og HK, síðdegis sunnudaginn 15. september.


12.09.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - HK

Stórleikur á Kópavogsvelli á sunnudaginn > Mikið í húfi fyrir bæði lið > Hnífjöfn tölfræði liðanna > SpáBliki leiksins ólst upp á Kársnesinu > Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs.


02.09.2024

Seiglusigur fyrir norðan!

Blikar héldu áfram sigurgöngu sinni í Bestu deild karla þegar þeir lögðu KA að velli 2:3 á Greifavellinum á Akureyri í gær. Sigurinn var torsóttur en með mikilli seiglu og krafti náðum við að knýja fram sigur undir lok leiksins, annan leikinn í röð.


29.08.2024

Besta deildin 2024: KA - Breiðablik

Topplið Blika ferðast norður yfir heiðar og mæta frísku liði KA á sunnudaginn > SpáBliki leiksins bjó á Akureyri en flutti suður yfir heiðar > Blikahópurinn > Tölfræðin fellur með okkar mönnum í 28 leikjum í efstu deild


27.08.2024

Breiðablik Open 2024 Úrslit

19. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 23. ágúst s.l. Tæplega 90 keppendur tóku þátt og var skv. venju ræst út samtímis á öllum teigum.


26.08.2024

Sítrónugulur góður dagur

Sól skein í heiði sunnudaginn 25. ágúst á Skipaskaga þegar leikmenn Breiðabliks og ÍA gengu inn á fagurgrænan og skraufþurran völl heimamanna. Samkvæmt vísindalegum mælingum voru tveir metrar á sekúndu og hiti 10,7 gráður þegar flautað var til leiks.


21.08.2024

Besta deildin 2024:  ÍA - Breiðablik

Toppbaráttuleikur á Akranesi - Toppsæti í boði - Vinningshlutfallið í efstu deild frá upphafi fellur með Skagamönnum - Blikar með yfirhöndina í síðustu 5 leikum - Leikmannahópurinn - SpáBliki leiksins er upphaflega úr austurbænum en ....


20.08.2024

Vel á verði

Þó veðrið sé eitthvað að kólna og það verði heitavatnslaust í Kópavoginum næstu 2 daga þá er að hitna í kolunum í Bestu deildinni.


17.08.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik – Fram

Varðarleikur > Mætum og sýnum strákunum okkar stuðning þegar Fram mætir á Kópavogsvöll á mánudagskvöld > Tölfræðin síðan 2006 er 7-7-7 > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er alinn upp í Hlíðunum, mitt á milli Vals og Fram, en búið í 201 Kóp síðastliðin 25 ár ...


16.08.2024

Við erum mættir aftur!

Blikar unnu frábæran 0:2 sigur á Valsmönnum á Híðarenda í gær í Bestu deild karla. Þetta var heilsteyptasti leikur liðsins í sumar og var hrein unun að sjá Blikaliðið spila.


15.08.2024

Damir framlengir

Varnarmaðurinn okkar öflugi Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2025. Damir er 34 ára og hefur spilað 381 mótsleiki og skorað 17 mörk með meistaraflokki Breiðabliks frá því að hann kom til félagsins árið 2014.


13.08.2024

Besta deildin 2024: Valur – Breiðablik

Mætum á völlinn og sýnum strákunum okkar stuðning í stórleiknum gegn Val > Tölfræðin fellur nokkuð jöfn > SpáBliki leiksins er alinn upp í Vesturbæ Kópavogs og flutti yfir í Smárann þegar hann fór að byggjast upp.


13.08.2024

Svekkjandi á Samsung!

Okkar strákar urðu að sætta sig við svekkjandi 2:2 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ. Við vorum með leikinn í okkar höndum í síðari hálfleik en létum heimapilta jafna leikinn undir lok leiksins.


08.08.2024

Besta deildin 2024: Stjarnan – Breiðablik

Mætum á völlinn í Garðabæ og sýnum strákunum okkar stuðning þegar > Tölfræðin fellur með Blikaliðinu > SpáBliki leiksins er alinn í vesturbæ Kópavogs og býr þar enn og hefur aldrei farið yfir brúna.


07.08.2024

Þríliða á þriðjudagskvöldi

6. ágúst 2024 átti að vera dagurinn þegar sumarið kæmi í bæinn. Að morgni var blíða og eftir hádegi rjómablíða. Þeir sem létu glepjast af þessu sprelli veðurfræðinga og laumuðust í Leirdalinn síðdegis komust hins vegar að því að æðri máttarvöld höfðu ákveðið að bleyta hressilega í gjörvöllum Kópavogi


06.08.2024

Dagur Örn Fjeldsted á láni til HK

Breiðablik og HK hafa komist að samkomulagi um að Dagur Örn leiki með nágrönnum okkar út tímabilið 2024. Dagur hefur leikið alls 19 leiki með meistaraflokki karla og skorað í þeim leikjum 4 mörk.


04.08.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - Fylkir

Mætum og sýnum strákunum okkar stuðning þegar Fylkismenn mæta á Kópavogsvöll á þriðjudagskvöld > Tölfræðin fellur með Blikaliðinu > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er aldraður bliki gengur og gruflar við getraunaleikinn sinn duflar ...


01.08.2024

Alfreð Finnbogason verður tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Alfreð mun bera ábyrgð á knattspyrnulegum málefnum Breiðabliks, móta stefnu um hugmyndafræði félagsins á víðum grunni og bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar ásamt starfsfólki knattspyrnudeildar.


31.07.2024

Hola!

Blikar héldu galvaskir til Kosovó í seinni leikinn gegn Drita í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Eftir neyðarlegt tap í fyrri leiknum á heimavelli var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar menn.


30.07.2024

Golfmót Breiðabliks 2024 - UPPSELT!

19. Breiðablik Open golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 23. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer að venju fram á golfvellinum að Efra Seli við Flúðir og má reikna með að uppselt verði í mótið eins og undanfarin ár.


29.07.2024

Sambandsdeild UEFA 2024/25: FC Drita - Breiðablik 30. júlí kl.15:00!

Fjórði Evrópuleikur Blika í ár er útileikur gegn FC Drita frá Kósóvó í síðari viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25. Flautað verður til leiks á Zahir Pajaziti vellinum í Podujevo á þriðjudag kl.15:00!


28.07.2024

Seinni hálfleikurinn er eftir!

Blikar lutu í gras gegn FC Drita 1:2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA. Það voru slakar fyrstu 25 mínútur leiksins sem gerðu útslagið.


25.07.2024

Sambandsdeild UEFA 2024/25: Breiðablik - FC Drita 25. júlí kl.19:15!

Þriðji Evrópuleikur Blika í ár er heimaleikur gegn FC Drita frá borginni Gjilan í Kósóvó í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.19:15!


22.07.2024

Blikasigur í undarlegum leik

Breiðablik tók á móti KR í kvöld á Kópavogsvelli. Bæði lið voru í leit að sigri eftir heldur dræma stigasöfnun undanfarið. Blikar ekki unnið í deildinni síðan 20.júní og KR ekki síðan 19. maí.


20.07.2024

Besta deldin 2024: Breiðablik - KR

Mætum og sýnum strákunum okkar stuðning þegar lið KR mætir á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld > Tölfræðin fellur með KR > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er fæddur á fæðingarheimilinu í Reykjavík á lengsta ...


20.07.2024

Velkominn heim Davíð

Fréttir úr Smáranum. Davíð Ingavarsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik út tímabilið 2026. Þetta eru frábærar fréttir, Davíð er virkilega öflugur leikmaður og styrkir hópinn vel fyrir komandi átök.


20.07.2024

Blikar áfram í Evrópu

Blikar unnu frækinn 3:1 sigur á Tikvesh frá N-Makedóníu í seinni leik liðanna á Kópavogsvelli í gær. Þar með eru Kópavogspiltarnir okkar komnir áfram í undankeppni Sambandsdeildar UEFA og mæta Drita frá Kósóvo í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram í Kópavogi á fimmtudaginn en útileikurinn viku síðar.


17.07.2024

Sambandsdeild UEFA 2024/25: Breiðablik - Tikvesh 18. júlí kl.19:15!

Annar Evrópuleikur Blika í ár er heimaleikur gegn GFK Tikvesh í síðari viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25 á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.19:15!


16.07.2024

Getur allt gerst í seinni hálfleik

Eftir lengsta Evrópu ævintýri Íslandssögunnar hjá strákunum í fyrra þá var komið að því að fara aftur af stað, stefnan var tekin á Norður Makedóníu en við könnumst ágætlega við okkur þar.


10.07.2024

Sambandsdeild UEFA 2024/25: Tikvesh - Breiðablik, 11. júlí kl.18:30!

Fyrsti Evrópuleikur Blika í ár er útileikur í undankeppni Sambandsdeildar UEFA gegn GFK Tikvesh á National Arena Todor Proeski vellinum í N-Makedóníu.


09.07.2024

Jason Daði til Englands

Breiðablik hefur komist að samkomulagið við enska félagið og hefur Jason Daði því spilað sinn síðasta leik í bili fyrir Breiðablik. Hann hefur verið gríðarlega öflugur fyrir okkur Blika.


07.07.2024

Vonbrigði fyrir vestan!

Blikar urðu að sætta sig við eitt stig i 2:2 jafntefli gegn botnliði Vestra á Ísafirði í gær. Í raun geta Blikar verið þokkalega sáttir við stigið því liðið náði sér enganveginn á strik í leiknum. Fyrir þremur leikjum síðan átti Blikaliðið möguleika að komast á toppinn í Bestu deildinni en síðan hefur liðið ekki unnið leik.


06.07.2024

Ekkert án sjálfboðaliðanna!

Breiðablik er svo heppið að eiga fjölmarga sjálfboðaliða og fyrirtæki sem eru boðin og búin að aðstoða félagið í smáu og stóru. Dæmi um nýleg velheppnuð sjálfboðaliðsverkefni er pallurinn fyrir utan Grænu stofuna á Kópavogsvelli  og hinn nýi og fagurgræni söluskúr sem er kominn á Blikasvæðið.


05.07.2024

Besta deildin 2024: Vestri - Breiðablik

Komið að leik í 13. umferð Bestu deildarinnar. Okkar menn fljúga til Ísafjarðar til að etja kappi við heimamenn á nýjum heimavelli Vestramanna - flautað verður til leiks á Kerecisvellinum kl.14:00 á laugardaginn.


05.07.2024

Anton Ari áfram hjá Breiðabliki

Frábærar fréttir á föstudegi. Markmaðurinn Anton Ari Einarsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi við Knattspyrnudeild Breiðabliks sem tryggir að hann spilar með liðinu út árið 2026.


29.06.2024

Grasið er alveg jafn grænt!

Blikar lutu í gras 1:0 gegn baráttuglöðum FH-ingum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Okkar drengir virkuðu hikandi og óöruggir meirihluta leiksins og voru svo sannarlega ólíkir kraftmiklu Blikaliðinu sem við fengum að kynnast fyrr í sumar.


25.06.2024

Besta deildin 2024: FH - Breiðablik

Mætum í Krikann á föstudagskvöld og sýnum strákunum í Blikaliðinu stuðning > Tölfræðin gegn FH í efstu deild í Krikanum er hnífjöfn > Fyrsti mótsleikur liðanan var 1964 > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er Blikamamma og amma sem ætlaði aldrei að búa í Kópavogi ...


24.06.2024

Bitlaust gegn Skagamönnum

Blikar byrjuðu leikinn mjög vel og réðu lögum og logum á vellinum í fyrri hálfleik. Stýrðu spilinu gjörsamlega og útlit fyrir að Skagamenn væru komnir til þess að verja það stig sem hafði unnist við upphafsflaut. Blikarnir náðu þó aldrei að brjóta ísinn og allar sóknir enduðu nánast ekki. Það var lítið um afgerandi færi og þau færi sem sköpuðust voru frekar bitlaus. 


21.06.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - ÍA

Mætum á völlinn og sýnum strákunum í Blikaliðinu stuðning þegar frískir Skagamenn mæta á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld > KópaCabana Stuðningssveit Breiðabliks mætir > Tölfræðin gegn ÍA frá endurkomu Blikaliðsins upp í efstu deild árið 2006 fellur með Blikum: 13 sigrar, 6 töp og 4 jafntefli í 23 viðureignum > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er Bliki uppalinn í Vesturbænum í Kópavogi ...


21.06.2024

Kiddi Steindórs framlengir

Ánægjuleg tíðindi! Einn okkar ástsælasti og markahæsti leikmaður meistaraflokks karla í efstu deild, Kristinn Steindórsson, hefður ákveðið að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks.


21.06.2024

Iðnaðarsigur á KA!

Rúmlega 900 áhorfendur mættu á Kópavogsvöll í gærkvöld og voru flestir þeirra á bandi heimamanna. Veðurguðirnir voru í liði með þeim öllum, hægviðri, hiti í kringum 9 stig og engin rigning, þvert á það sem veðurfræðingar höfðu spáð. Rættist þar hið forkveðna ,,veðurfræðingar ljúga“ eins og Blikinn góðkunni Bogomil Font söng svo eftirminnilega um árið.


17.06.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - KA

Sautján dagar frá síðasta leik okkar manna í Bestu þegar KA mætir á Kópavogsvöll > Tölfræðin gegn KA er Blikum í vil í 51 mótsleikjum > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er ekki uppalinn Bliki en hefur tengst félaginu síðan 2020


17.06.2024

Dregið í undankeppni Sambandsdeildar UEFA á morgun

Á morgun, 18. júní klukkan 14:00 (16:00 CET), verður dregið í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25. Vegna góðs gengis í Evrópukeppnum síðustu 5 ár er Breiðabliksliðið í efri styrkleikaflokki.


03.06.2024

Kurteisi í Kórnum!

Við Blikar erum þekkt fyrir nærgætni við bæði menn og málleysingja. Það sannaðist enn og aftur í Kórnum í gærkvöldi. Þar létum við tvö mörk nægja gegn vinum okkur í HK þrátt fyrir að eiga miklu oftar möguleika á því að koma knettinum í markið.


01.06.2024

Besta deildin 2024: HK - Breiðablik

Leikurinn er kl.19:15 á sunnudagskvöld > ,,Derby“ slagur af bestu gerð eins og alltaf þegar þessi lið mætast > Tölfræðin: 37. mótsleikur liðanna frá upphafi > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er fæddur í Bandaríkjunum og er Garðbæingur ...


31.05.2024

Taktísk skák í Dóra Árna lestinni

Einn stærsti leikur sumarsins fór fram á Kópavgosvelli þetta ágæta fimmtudagskvöld er Víkingur Reykjavík kom í heimsókn. Þeir hafa ekki riðið feitum hesti frá Kópavogi og norður til Reykjavíkur síðustu misseri, töpuðu meira að segja gegn HK inn í Kórnum núna í byrjun móts.


28.05.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - Víkingur R.

Leikurinn er kl.20:15 á fimmtudagskvöld > Enn einn risaleikur okkar manna í Bestu 2024 > Tölfræðin: allt jafnt í 96 mótsleikjum > Mörk í efstu deild 150: Blikar 78 mörk - Víkingar 77 mörk > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er mikil Blikamamma ...


27.05.2024

Léttleikandi Blikar á Lambhagavelli

Það var ágætis knattspyrnuveður í Úlfarsárdalnum sunnudaginn 26. maí þegar Fram tók á móti Breiðabliki í 8. umferð í Bestu deildinni á „Lambhagavellinum“ Aðstæður voru góðar, völlurinn vel bleyttur – smá austanvindur og sól. Hiti 10 stig og áhorfendur 1.247.


23.05.2024

Besta deildin 2024: Fram - Breiðablik

Leikur á sunnudaginn við Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal > 73 mótsleikir gegn bláum > Tölfræðin fellur með Blikum síðustu ár > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er eins gallharður Bliki eins og þeir gerast bestir


22.05.2024

Seiglusigur á Stjörnunni!

Blikar unnu góðan 2:1 sigur á bláklæddum nágrönnum okkar úr Garðabænum í Bestu deild karla í gærkvöldi. Sigurinn var torsóttur en með seiglu og smá heppni náðum við að landa stigunum þremur sem í boði voru.


18.05.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - Stjarnan

Garðbæingar mæta á Kópavogsvöll > Tölfræðin er Blikum í vil í 70 mótsleikjum > Markaregn í flestum leikjum > 128 mörk í 39 leikjum í efstu deild > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins kemur frá Siglufirði > Bestu deildar myndirnar ...


17.05.2024

Þorkell Kári Jóhannsson skrifar undir

Sóknarleikmaðurinn lipri gerir sinn fyrsta samning við Breiðablik. Þorkell Kári er þegar farinn að æfa reglulega með meistaraflokki.


13.05.2024

Heilagur Blasíus í Lautinni

Sunnudagskvöldið 12. maí lögðum við þrír gamlir félagar af stað úr Kópavogi í lautarferð að sjá leik Fylkis og Blika í hinni margrómuðu Bestu deild. Á leiðinni datt upp úr einum (sem nýtur nafnleyndar skv. lögum nr 90/2018 um persónuvernd): „Þið gerið ykkur grein fyrir því að ef við töpum verðum við í neðri helmingi deildarinnar með litla bróður?“


09.05.2024

Besta deildin 2024: Fylkir - Breiðablik

Leikur við Fylkismenn í Árbænum > Uppaldir leikmenn > 65 mótsleikir > Tölfræðin fellur með Blikum > Blikahópurinn 2024 > SpáBlikinn hefur spilað 255 leiki í grænu


07.05.2024

Tár, bros og takkaskór!

Þrátt fyrir að hafa tapað 2:3 fyrir Valsmönnum í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í gærkvöldi geta Blikastrákarnir borið höfuðið hátt. Leikurinn hafði allt upp á að bjóða sem prýðir góðan knattspyrnukappleik.


03.05.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik - Valur

Risaleikur á Kópavogsvelli > CopaCabana boðar mikinn fögnuð > Tölfræðin er með Valsmönnum í 103 mótsleikjum > Markaregn í flestum leikjum > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er austfirðingur


29.04.2024

Vesturbæjar ís með lúxusdýfu

Sumardagurinn fjórði rann upp fallegur og bjartur, það var búin að vera sól síðan á sumardaginn fyrsta og sumardaginn fjórða var engin breyting. Ég lét kaffivélina mala nokkrar baunir í bollann og rölti út pall í morgunsólinni, leit yfir grasið í garðinum leitandi eftir grænum sprotum og mundi þá að Blikarnir mínir áttu leik fram undan vestur í bæ.


26.04.2024

Besta deildin 2024: KR - Breiðablik

Stórleikur í vesturbæ Reykjavíksur > Fyrsti grasleikur ársins í Bestu 2024 > 102 mótsleikir > Markafæð > Markaregn > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins kemur úr karatedeildinni


26.04.2024

BikarBlikablús í Bítlabænum

Það samræmist ekki góðum bragarhætti að ofstuðla í fyrirsögnum. En 2:1 tapið fyrir Keflavík í bikarnum í gær kallar á sterk viðbrögð.Bæði Halldór þjálfari og Höskuldur fyrirliði viðurkenndu í viðtölum eftir leikinn að frammistaðan í leiknum hefði verið mjög slök.


23.04.2024

Mjólkurbikarinn 2024: 32-liða úrslit: Keflavík – Breiðablik

Keflvíkingar taka á móti okkar mönnum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins á gervigrasinu við hliðina á Nettóhöllinni (áður Reykjaneshöllin) í Keflavík á fimmtudagskvöld kl.19:15!


22.04.2024

Blesugrófarblús

Sunnudagskvöldið 21. apríl sóttu Blikar Íslands- og bikarmeistarana heim í Víkina. Sól skein í heiði og það var vestan gola. Veður var milt og mætti jafnvel kalla þetta drög að vori.


19.04.2024

Besta deildin 2024: Víkingur R - Breiðablik

Fyrsti risaleikur okkar manna í Bestu 2024 > Tölfræði: allt jafnt í 95 mótsleikjum > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins er markvörður > Ekki missa af Pigerne (Dollý, Margaretha og Fifi Klein) flytja fyrsta útgefna stuðningslag á Íslandi fyrir knattspyrnulið kvenna.


15.04.2024

Dagur Örn framlengir til 2026

Dagur Örn framlengir samning sinn við Breiðablik. Dagur er uppalinn Bliki og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á dögunum. Lék fyrri hluta síðasta tímabils á láni með Grindavík. Dagur hefur skorað 1 mark í 6 landsleikjum fyrir U19 ára landslið Íslands.


14.04.2024

Sannfærandi sigur í kaflaskiptum leik

Það er alltaf fiðringur sem fer um okkur stuðningsmenn Breiðabliks þegar Íslandsmótið í knattspyrnu – Besta deildin - fer af stað. Það er kannski óvenju mikil eftirvænting þetta árið fyrir deildinni hér heima og aðsókn að leikjum hefur verið talsvert meiri en undanfarin ár.


14.04.2024

Eyþór Whöhler semur við KR

Eyþór Aron Wöhler í KR frá Breiðabliki. Hann kom til okkar í október 2022 og hefur spilað 20 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 2 mörk. Frábær drengur og við óskum honum alls hins besta hjá KR, takk fyrir okkur Eyþór Aron.


11.04.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik – Vestri

Annar heimaleikur okkar í röð í Bestu 2024 > Gestirnir eru frá Ísafirði > Miðasala er á Stubbur > Tölfræði > Blikahópurinn 2024 > SpáBlikinn er á sínum stað > Dagskráin.


09.04.2024

Baráttusigur í fyrsta leik

Jæja, þá er veislan hafin og Besta deildin komin í gang. Okkar menn klárir í slaginn eftir stysta undirbúningstímabil í manna minnum. Kunnuglegur og árviss fiðringur lét á sér kræla og greinilegt að undirritaður var ekki einn í þeim báti því hvorki fleiri né færri en 1.823 mættu á þennan fyrsta (heima) leik Breiðabliks.


06.04.2024

Besta deildin 2024: Breiðablik – FH

Fyrsti heimaleikur í Bestu 2024 > Gestirnir eru frá Hafnarfirði > Kvót frá Dóra Árna > Miðasala er á Stubbur > Tölfræði - 59 leikir í efstu deild og allt jafnt > Blikahópurinn 2024 > SpáBliki leiksins á syni í báðum liðum > Dagskráin ...


05.04.2024

Ísak Snær aftur í Kópavoginn

Frábær tíðindi fyrir stuðningsmenn Breiðavliks. Á Herrakvöldi knattspyrnudeildar Breiðabliks var rétt í þessu verið að tilkynna að Ísak Snær Þorvaldsson mæti aftur í Smárann til að spila aftur í grænu treyjunni. Ísak kemur til okkar á láni frá frá Rosenborg.