Agla María framlengir við Blika
14.08.2024
Agla María framlengir
Okkar eina sanna Agla María Albertsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til 2025. Agla María hefur verið frábær í sumar með sjö mörk í níu leikjum - Hún á í heildina 191 leik fyrir Breiðablik og hefur hún skorað 138 mörk. Ásamt því hefur hún spilað 58 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Agla María hefur verið að glíma við meiðsli en hún er byrjuð að æfa og má búast við henni á vellinum innan skamms og erum við spennt að fá Öglu Maríu aftur á völlinn.