Árskort 2023
06.05.2023Blikaklúbburinn
Blikaklúbburinn var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði. Félagsmenn í klúbbnum fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins í Bestu deildinni. Félagsmönnum er boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og þiggja veitingar í leikhléi. Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferðum á þá útileiki sem eru utan höfuðborgarsvæðisins. Klúbburinn er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að styðja við áhugamál barna sinna og mæta á völlinn til að hvetja áfram Breiðablik og eiga saman góða fjölskyldustund í góðra vina hópi. Við sendum fréttabréf reglulega með upplýsingum um það sem er á gerast hjá deildinni. Ef þú ert með tölvupóst getur þú fengið þessar upplýsingar sendar á rafrænu formi eða fengið aðgang að Facebook síðu Blikaklúbbsins.
Árskort. Verð: 24.990 kr. Gildir fyrir einn á alla heimaleiki Breiðabliks í Bestu deildum karla og kvenna 2023. Gildir ekki á bikar- og Evrópuleiki.
Árskort ungir.Verð: 11.990 kr. Árskort fyrir 16-26. ára sem gildir fyrir einn á alla heimaleiki Breiðabliks í Bestu deildum karla og kvenna 2023. Gildir ekki á bikar- og Evrópuleiki.
Stuðningsbliki. Eingreiðsla 30.000 kr. Áskrift: 2.500 kr./mánuði í 12 mánuði. Gildir á heimaleiki Bestu deild í karla- og kvennaflokki. Afsláttur af hamborgaratilboðum og stökum hamborgara, Frítt kaffi, 20% afsláttur Grænu stofunni.
Afreksbliki. Eingreiðsla: 75.000 kr. Áskrift: 6.250 kr./mánuði í 12 mánuði. Fyrir einn á heimaleiki í Bestu deild, bæði í karla- og kvennaflokki. Aðgangur glersal með veitingum fyrir leik. 20% afsláttur í Grænu stofu. Frátekið sæti í stúku.
Árskortin eru einungis fáanleg hér, í gegnum Stubbur app.
Blikaklúbburinn verður með Blikaklúbbskaffið í tengibyggingu Smárans/Fífunnar í sumar þar til komið verður upp aðstöðu við stúkuna.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar