Berglind Björg heim í Breiðablik
02.01.2025
Bergling Björg er komin heim
Við byrjum árið 2025 á að segja ykkur þær frábæru fréttir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að semja við Breiðablik. Hana þarf vart að kynna fyrir Blikum, hún á alls 224 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim leikjum 174 mörk.
Berglind spilaði sína fyrstu leiki fyrir Breiðablik árið 2007, hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og á að auki 72 A landsleiki og hefur skorað í þeim 12 mörk. Berglind hefur spilað með liðum víða um Evrópu á síðustu árum, má þar nefna PDV, AC Milan, Le Havre og Hammarby.
Það er óhætt að segja að hringnum sé lokað, vertu velkomin heim í Kópavoginn Berglind Björg - Það eru spennandi tímar framundan