BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikakonur með neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur í Úkraínu

04.03.2022 image

Meistaraflokkur kvenna í Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur í Úkraínu.

Í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu þann 9.nóvember 2021, mætti Breiðablik Úkraínska liðinu Zhytlobud-1 frá borginni Kharkiv sem nú er ráðist á af rússneska hernum.

Breiðablik fordæmir stríð og árásir á saklausa borgara og tekur höndum saman með UN women á Íslandi til að styrkja Úkraínskar konur og stúlkur um leið og leikmenn Breiðabliks senda kveðjur til Kharkiv og Úkraínu með von um frið.

Breiðablik vill hvetja öll til þess að leggja þessu málefni lið og þú getur tekið þátt á marga vegu:

- Senda SMS-ið KONUR í númerið 1900 (og styrkja þannig um 1.900 kr)

- AUR / KASS í númerið 839-0700 eða unwomenisland

- Frjáls framlög með millifærslu á bankareikn. 0537 - 26 - 55505 og kt: 551090-2489.

Nánar hér: Neyðarsöfnun Breiðabliks til styrktar Úkraínu

image

Við minnum sömuleiðis á leikinn hjá stelpunum á morgun, laugardag, á móti liði Selfoss í Lengjubikarnum. Leikurinn verður á Kópavogsvelli og hefst kl.13:00.

Engin miðasala verður á leikinn en stelpurnar vilja hvetja áhorfendur til að leggja málefni UN Women lið.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Umfjallanir fréttamiðla:

FréttablaðiðBreiðablik hefur neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Úkraínu

Vísir: Breiðablik skipuleggur neyðarsöfnun fyrir Úkraínu - Vísir

Fótbolti.net: Kvennalið Breiðabliks skipuleggur neyðarsöfnun fyrir Úkraínu

RÚV: Kvennalið Breiðabliks leggur sitt af mörkum til Úkraínu | RÚV

image

Til baka