BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bongo og Boom á Kópavogsvelli!

17.05.2025 image

Byrjunarlið Blika var þannig skipað 12. Telma Ívarsdóttir, 4. Elín Helena Karlsdóttir 5.
Samantha Rose Smith 7. Agla María Albertsdóttir 8. Heiða Ragney Viðarsdóttir 11.
Andrea Rut Bjarnadóttir 18. Kristín Dís Árnadóttir 20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 22.
Heiðdís Lillýardóttir 23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir 28. Birta Georgsdóttir

Eftir frábæra byrjun Blika í Bestudeildinni þar sem þær eru efstar í spennandi deild með
jafnmörg stig og FH og Þróttur, þá var komið að því að bjóða Valskonur velkomnar í
Kópavoginn. Það er alltaf spenna þegar þetta næst sigursælasta lið landsins kemur í
heimsókn og þrátt fyrir að þær hafi kannski ekki byrjað mótið núna eins og þær hefðu
viljað þá var mikil spenna fyrir þessum leik.

Leikurinn byrjaði með látum en það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem Agla María átti
frábært skot utan af kanti sem endaði í netinu, glæsilegt mark og Blikar strax búnar að
setja tóninn fyrir það sem koma skildi. Eftir markið voru Blikastelpur mun betri og áttu
hann með húð og hári. Hin sjóðheita AglaMaría átti meðal annars skot í slá á 15 mínútu
leiksins.

En á 35 mínútu hófst Berglindar þáttur Þorvaldsdóttur, þegar hún náði að skora eftir að
skalli frá Elínu var varinn. Staðan orðin 2 núll og Berglind hverjir nærri hætt því 8
mínútum seinna var hún búin að koma Blikum í 3-0 eftir mistök í varnarlínu Valskvenna,
fékk hún boltan og lagði hann laglega í netið hjá Val. Þannig var staðan þegar gengið
var til búningsherbergja í hálfleik.

Blikar með öll tök á þessum fyrri hálfleik og Valskonur virkuðu frekar vankaðar.

Seinni hálfleikur fór svo aðeins rólegar af stað. Valskonum örlítið beittari en í fyrri
hálfleik en ekkert sem Blikar réðu ekki við og ef þær komust í gegn þá var alltaf hægt að
treysta á Telmu í markinu.

Á 59 mínútu kemur Karítas inn fyrir Áslaugu Mundu og á 70 mínútu kemur Hrafnhildur
Ása inn fyrir Andreu Rut. Blikar fá svo horn á 72 mínútu sem endar með því að Karítas
kemur boltanum í netið eftir frábæra hornspyrnu ÖgluMaríu. Staðan orðin 4-0 fyrir Blika
og fátt sem gat komið í veg fyrir að stigin þrjú enduðu í Kópavoginum.

Blikar gerðu svo þrefallda skiptingu á 79 mínútu þegar Kristín Dís, AglaMaría og Birta
fóru af velli og inn komu Helga Rut, Edith og Líf. Blika silgdu þessu svo heim í
rólegheitunum og sanngjarn sigur staðreind.

Við hvetjum alla Blika að vera duglega að mæta á leiki því það er óhætt að lofa mikilli
skemmtun í sumar, 24 mörk kominn í 6 leikjum þannig að það verður engin svikinn af því
að mæta og hvetja liðið. Það er skemmtilegt sumar í kortunum í Kópavogi.

Til baka