Erum við að leita að þér?
31.01.2023
Knattspyrnudeild Breiðabliks leitar nú að öflugum einstaklingi til að verða deildarstjóri afrekssviðs deildarinnar. Hér áður fyrr hét starfið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en með auknum umsvifum þá er komin meiri sérhæfing í félagið okkar. Þetta er örugglega eitt mest spennandi starf sem er í boði á markaðinum í dag en um leið mjög krefjandi. Ert þú manneskjan sem Blikar eru að leita að?