Fjölmennasta kvennakvöld Breiðabliks frá upphafi
19.02.2023
Um helgina fór fram gríðarlega vel heppnað árgangamót og Kvennakvöld.
Met þátttaka var og frábær stemmning.
Sigurvegarar árgangamótsins voru 1988 árgangurinn sem sigraði 1999 árganginn í æsispennandi úrslitaleik.
Kvennakvöldið var það fjölmennasta frá upphafi sögðu okkur fróðar konur.
Við erum strax byrjuð að plana fyrir næsta ár og stefnum á að verða enn fleiri þá.
Takk allar fyrir mætinguna, þetta var æðislegt!
Þátttakendur í árgangamótinu 2023