BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hafrún Rakel til Bröndby IF

11.12.2023 image

Mynd: Brøndby IF Women

Stórfréttir úr Smáranum á fallegum mánudegi:

Hafrún Rakel kom til Breiðabliks frá Aftureldingu fyrir tímabilið 2020 og varð strax fastamaður í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks 2020.

Hún var ein af lykilmönnum liðsins árið eftir þegar sem tryggði sér Bikarmeistaratitilinn 2021.

Árið 2022 reyndist erfitt fyrir Hafrúnu. Hún verður fyrir því óláni að ristarbrotna í fyrsta leik í Bestu deildinni í leik gegn Þór/KA á Kópavogsvelli. Þetta gerist á 38. mín. Staðan í leiknum 3:0 og Hafrún búin að skora tvö mörk. Hún var frá keppni allt sumarið en náði einum leik í lokin. Kom inn á sem varamaður í lokaleiknum um haustið gegn Þrótti á Kópavogsvelli og skoraði auðvitað mark.

Hafrún var lykilmaður í Breiðablikliðinu í sumar. Spilaði alla leikina í bestu nema einn. Í úrslitaleiknum í bikarnum verður hún fyrir því áfalli að fá höfuðhögg og verður að yfirgefa völlinn seinnt í fyrri hálfleik.

 

Leikir Hafrúnar með A-landsliðinu er tíu. Hafrún virðist vera búin að festa sér sæti í liðinu ef marka má frammistöðu hennar í leikjunum í Þjóðadeildinni núna í október og desember. Hún hefyr spilað 26 leiki með yngri landsliðum Íslands eru.

Til hamingju með samninginn Hafrún og gangi þér vel í Danmörku. 

Til baka