Heiðdís Lillýjardóttir semur við Blika
05.02.2025
Heiðdís Lillýjardóttir skrifar undir samning við Breiðablik
Varnarmaðurinn öflugi, sem var áður hjá FC Basel í Sviss og Benfica í Portúgal, er komin aftur heim í Kópavoginn. Heiðdís spilaði með Breiðabliki frá 2017 til ársins 2022 og varð bæði Íslands-og bikarmeistari og með liðinu á þeim tíma.
Heiðdís er fædd árið 1996 og á alls 155 leiki fyrir Breiðablik og 7 mörk. Þá á Heiðdís einnig leiki með yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Heiðdísi hjartanlega velkomna aftur í Kópavoginn!