Hildur Þóra framlengir
24.04.2021Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að varnarmaðurinn öflugi Hildur Þóra Hákonardóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik út keppnistímabilið 2022.
Hildur Þóra er uppalin Bliki. Hún fékk ung sína fyrstu meistaraflokksreynslu með Augnablik þar sem hún lék 56 leiki áður en hún vann sér sæti í Meistaraflokkshópi Breiðabliks. Hún hefur leikið 59 meistaraflokksleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim tvö mörk. Hildur átti frábært tímabil með Blikum síðastliðið sumar og var í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliðinu.
Hildur á að baki 25 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim þrjú mörk. Hún var valin i æfingahóp A-landsliðs Íslands fyrr í vetur.
Hildur Þóra er mikil fyrirmynd innan sem utan vallar fyrir yngri iðkendur félagsins. Við hlökkum til að fylgjast með henni halda áfram að þróa sinn leik.