Írena Héðinsdóttir framlengir
26.02.2023
Hin unga og efnilega Írena Héðinsdóttir Gonzalez hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársloka 2025!
Írena er miðjumaður, fædd árið 2004 og hefur alla tíð leikið fótbolta í Breiðabliki.
Hún hefur nú þegar spilað 25 leiki með meistaraflokki og jafnframt hefur hún leikið 18 leiki með yngri landsliðum Íslands, þar af 13 leiki með U-19 ára liðinu.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Blika.
