BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Íslandsmeistarar 2024!

06.10.2024 image

Okkar konur eru Íslandsmeistarar 2024 eftir markalaust jafntefli gegn Val á Hliðarenda fyrir framan fulla stúku. Frábær endir á geggjuðu tímabili og eiga þær þetta svo mikið skilið. Telma fékk gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu á tímabilinu eða 12 sinnum. Ása var valin efnilegasti leikmaðurinn á tímabilinu. Liðið endaði með 61 stig, skoraði 64 mörk og fékk aðeins 13 mörk á sig í 23 leikjum. Vel gert stelpur!!  

Tveir leikmenn náðu stórum áfanga í leiknum, Agla María spilaði sinn 200. mótsleik fyrir Breiðablik og Ásta Eir spilaði sinn 300. mótsleik fyrir félagið og var þessi leikur jafnframt hennar seinasti fótboltaleikur þar sem að hún tilkynnti stuttu seinna að hún væri að hætta í fótbolta. Takk fyrir allt Ásta Eir!

image

Það voru Flosi Eiríksson, formaður og Birna Hlín Káradóttir, varaformaður knattspyrnudeildar sem afhentu Ástu og og Öglu Maríu viðurkenningarnar

Áfram Breiðablik!

-Eyrún I

Sjá umfjallanir netmiðla, videó og myndir hér

Til baka