Íslandsmeistarinn Birta Georgs framlengir
09.11.2024
Íslandsmeistarinn Birta Georgsdóttir framlengir
Færum ykkur þær frábæru fréttir að Birta Gerorgsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik um 1. ár. Hún á 123 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim 38 mörk, 8 af þeim komu í sumar.
Birta er fædd árið 2002 og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands ásamt því að eiga leik með A landsliði Íslands.
Verður virkilega spennandi að fylgjast með Birtu í Blikabúningnum næsta sumar.