BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Íslandsmeistarinn Karítas Tómasdóttir framlengir

16.12.2024 image

Karítas Tómasdóttir framlengir

Hinn reynslumikli leikmaður, Karítas Tómasdóttir, hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem gildir út árið 2025.

Hún á alls 104 leiki með Blikum og hefur skorað í þeim 25 mörk. Þá á hún einnig 9 A-landsleiki, ásamt því að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands.

Karítas spilaði stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í sumar, en hún skoraði alls 6 mörk í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Karítas spilaði framan af ferlinum með Selfossi en hefur verið í Blikaliðinu frá árinu 2021. Frábærar fréttir að Karítas taki slaginn áfram með okkur

Til baka