Íslandsmeistarinn Katrín Ásbjörnsdóttir framlengir
21.11.2024Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skrifað undir samning út árið 2025
Framherjinn öflugi tekur slaginn áfram með Íslandsmeisturunum, hún skoraði alls 13 mörk í öllum keppnum í sumar. Katrín á 19 leiki með A landsliði Íslands ásamt því að hafa spilað með öllum yngri landsliðum. Hún á alls 56 leiki með Blikum og hefur skorað í þeim 22 mörk.
Frábærar fréttir að þessi sterki og reynslumikli leikmaður verði áfram í okkar herbúðum á næsta ári