Íslandsmeistarinn Mikaela Nótt Pétursdóttir áfram hjá Blikum
12.12.2024Mikaela Nótt Pétursdóttir áfram hjá Blikum
Íslandsmeistarinn Mikaela Nótt verður hjá Blikum út árið 2026. Mikaela er fædd árið 2004 og spilar sem varnarmaður. Hún spilaði 20 leiki á liðnu tímabili, þar sem við komum Íslandsmeistaratitlinum aftur heim í Kópavoginn.
Mikaela gekk til liðs við Breiðablik frá Haukum í desember 2022. Hún á leiki með öllum yngri landsliðum Íslands. Ungur og efnilegur leikmaður sem verður virklega spennandi að fylgjast með á næstu árum í Blikabúningnum.