BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Íslandsmeistarinn Samantha Smith semur við Blika

09.12.2024 image

Samantha Smith semur við Breiðablik út árið 2025

Þetta eru frábærar fréttir en Sammy kom til liðsins í ágúst og náði að spila 7 leiki Bestu deildinni. Alls skoraði hún níu mörk og var að auki með sjö stoðsendingar og átti risastóran þátt í því að Íslandsmeistaratitillinn endaði í Kópavoginum.

Sammy er sú fyrsta í sögunni til að vinna tvær efstu deildirnar á sama sumri. Hún kom til Breiðabliks frá FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Þær unnu Lengjudeildina, þar var Sammy var með 15 mörk í 14 leikjum.

Það verður frábært að sjá Sammy á vellinum næsta sumar!

Til baka