BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jafntefli niðurstaðan á móti Þrótti

21.06.2023 image

Í kvöld áttust við Breiðablik og Þróttur, liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru búnar.  Þróttarar eiga harma að hefna eftir útreiðina í bikarnum.

Dúndurgott veður og öll aðstaða til knattspyrnuiðkunnar hreint frábærar, í ljósi þess þá mætti vera mikið betri mæting á völlinn, mætingin jókst þó eftir að leikurinn hófst.

Byrjunarliðið:

image

Dúndurgott veður og öll aðstaða til knattspyrnuiðkunnar hreint frábærar, í ljósi þess þá mætti vera mikið betri mæting á völlinn, mætingin jókst þó eftir að leikurinn hófst.

Leikurinn byrjaði frekar rólega, smá skjálfti hjá okkar konum og Þróttarar áttu hálffæri eftir tæpar 2 mínútur. Eftir það tóku Blikarnir yfir og voru mun betri og uppskáru gott mark þegar Katrín Ásbjörns sem kláraði færið sitt mjög vel eftir flotta fyrirgjöf frá fyrirliðanum okkar.

image

Áfram héldu Blikarnir að sækja og voru töluvert sterkari. Taylor átti hörkuskot rétt yfir,  síðan átti Hafrún gott skot í stöng. Þá sjaldan sem Þróttur gerði tilraun að sækja að marki, þá sá varnarlínan með Elínu og Toni um að redda málunum. Telma greip síðan það sem grípa þurfti.

Leikurinn róaðist töluvert þegar hálfleikurnn var hálfnaður, hvorug liðin áttu nein færi að ráði. Fyrr en skyndilega komst Þróttur í dauðafæri, ein á móti Telmu sem varði glæsilega.

Við þetta færi jókst sjálfstaustið hjá Þrótturum og voru ívið beittari í sínum aðgerðum. Blikaliðð varðist þó vel sem og fór inn í hálfleikinn með 1-0 forystu.

Í hálfleik var 5. flokkur kvenna heiðraður fyrir frábært mót í Eyjum.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum, Þróttarar smelltu boltanum í stöng, þar sem boltinn fór í boga yfir Telmu og small í fjærstönginni. Þar máttu litlu muna, skömmu síðar átti Taylor fast skot af frekar stuttu færi í þverslánna.  Bæði lið sóttu og áttu ágætis hálffæri, en á sextugustu mínútu dró til tíðinda þegar Þróttur jafnaði með alltof auðveldu marki. Tveimur mínútum síðar komst Þróttur í nánast eins sókn, sem endaði líka með marki. Mark sem Telma átti að verja og hún veit það manna best sjálf.

Blikakonur gáfust samt ekkert upp, eftir þunga sókn átti Taylor skot sem steinlá í Þróttaramarkinu, hún er búin að eiga nokkur skotin í dag og þegar hann rataði á rammann þá var ekki að spyrja að niðurstöðunni.

image

Telma bætti svo heldur betur fyrir mistök sín með glæsilegri markvörslu þegar Þróttarar komust í sannkallað dauðafæri. Annars var leikurinn frekar jafn, bæði virtust vilja vinna leikinn sem gerði hann skemmtilegan áhorfs.

Síðustu mínúturnar lá frekar á Blikunum og áttu þær þó nokkuð mörg færi sem fóru forgörðum sem betur fer. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, sem telst kannski sanngjarnt. Blikarnir betri í fyrri hálfleik en Þróttur í þeim seinni.

Næsti heimaleikur hjá Blikum er næstkomandi sunnudag þegar topplið Vals mætir. Skyldumæting.

Kristinn

Mörkin úr leik Breiðabliks og Þróttar í Bestu deild kvenna í fótbolta:

Myndaveisla í boði Helga Viðars / BlikarTV:

Til baka