BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jafntefli niðurstaðan í bragðdaufum leik

21.08.2023 image

Blikakonur byrjuðu leikinn ágætlega. Sóttu stíft og uppskáru 5 horn á fyrstu 15 mínútunum en náðu þó ekki að nýta nein þeirra. Blikakonur voru í raun stálheppnar á 13 mínútu þegar Taylor var með slaka sendigu sem Olga komst inn í og lét hún vaða en boltinn fór yfir. Eftir fyrstu 15 mínúturnar jafnaðist leikurinn og ÍBV fór að komast meira inn í hann. Blikar tóku svo aftur yfir og þyngdu sóknir sínar síðari hluta hálfleiksins en allt kom fyrir ekki  inn vildi boltinn ekki. Agla María var  með gott skot á 27 mínútu en varnarmenn ÍBV náðu að blockera skotið.  Katrín var með góðan skalla framhjá á 33 mínútu og besta færi hálfleiksins kom svo á 40 mínútu þegar Linli setti boltann framhjá. Sæmilegur fyrri hálfleikur, oft fínt uppspil og góðar sendingar inn i teig en þar vantaði að setja lokapunktinn og Guðný markmaður ÍBV aldrei í teljanlegum vandræðum með skot okkar kvenna.

Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. Blikakonur juku, ef eitthvað er, yfirburði sína úti á vellinum án þess þó að skapa mjög hættuleg færi. Á 58 á Taylor góðan skalla eftir horn en boltinn fór framhjá. Á 62 mínútu vildu Blikar fá víti en Bríet var ekki á sama máli. Á 70 mínútu kemur fyrsta skipting Blika þegar Katrín fer útaf og Clara kemur inn. Blikar heldu áfram að sækja nánast án afláts en ekkert kom úr því og eins og eitthvað vonleysi sé í gangi og mannskapurinn ekki með hausinn fókuseraðan heldur lætur pirring ná tökum á sínum leik. Á 75 mínútu komst Linli í dauðafæri en inn vildi boltinn ekki. Á 84 mínútu kemur Agla María svo boltanum í netið með skalla eftir fyrirgjöf frá Taylor en búið er að flagga og ekki stendur markið. Seinni skipting Breiðabliks kom svo á 87 mínútu þegar Hrafnhildur Ása kom inná fyrir Andreu Rut. Það sést að ÍBV er sátt við að fá 1 stig úr leiknum og eru ekki að reyna mikið.  Blika konur sóttu án afláts en þetta var svokallað stöngin út leikur og jafntefli því niðurstan. ÍBV var svo sannalegar heppnar að fá stig út úr leiknum en Blikakonur þurfa að ná fókus og hætta að láta vonbrigði ná tökum á sér. Nú er bara upp með haus og halda áfram, það verður að kveðja vonbrigðin með að tapa bikarúrslitaleiknum og láta ekki pirring ná tökum á sér. Það er nóg eftir af þessu móti.

Áfram Breiðablik.

Miss B

image

Meistaraflokkur 2023

Fremsta röð f.v.: Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar, Clara Sigurðardóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Telma Ívarsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði, Halla Magrét Hinriksdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Ása Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Hekla Pálmadóttir formaður meistaraflokksráðs.

Miðröð f.v.: Ásmundur Arnarson þjálfari, Ana Victoria Cate styrktarþjálfari, Karitas Tómasdóttir, Linli Tu, Sólveig Larsen, Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir, Líf Joostdóttir van Bemmel, Ágústa Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari, Guðbjörg Þorsteinsdóttir liðsstjórn, Karl Daníel Magnússon deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar, Bryndís Guðnadóttir liðsstjórn

Aftasta röð f.v.: Hermann Bjarkarson liðsstjórn, Ólafur Pétursson markmannsþjálfari, Hildur Þóra Hákonardóttir, Elín Helena Karlsdóttir, Toni Presley, Katrín Ásbjörnsdóttir, Taylor Ziemer, Viktoría Paris Sabido, Sara Svanhildur Jóhannsdóttir, Olga Einarsdóttir, Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari

Á myndina vantar: Írenu Héðinsdóttur Gonzalez, Anítu Dögg Guðmundsdóttur, Rakel Hönnudótur, Sigurður Frímann Meyvantsson liðsstjórn

Myndataka & umsjón: Helgi Viðar Hilmarsson.

Til baka