BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Katrín Ásbjörnsdóttir gengur til liðs við Breiðablik

13.11.2022 image

Breiðablik og Stjarnan hafa gert með sér samkomulagi þess efnis að sóknarmaðurinn ölfugi Katrín Ásbjörnsdóttir gangi til liðs við Breiðablik.

Í kjölfarið hefur Katrín skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Katrín hefur verið áberandi í efstu deild frá því hún steig á sviðið með KR sumarið 2009.

Hún er búin að vera með betri sóknarmönnum deildarinnar og hefur skorað 125 mörk í 282 mótsleikjum.

Auk KR hefur Katrín leikið með Þór/KA og Stjörnunni á sínum ferli og hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari.

Árið 2015 lék hún með Klepp í norsku úrvalsdeildinni. Katrín á að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fjölda yngri landsleikja.

Hún var á meðal bestu leikmanna deildarinnar á síðastliðnu tímabili og var næst markahæst eftir að hafa skorað 9 mörk í 16 leikjum með Stjörnunni.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Breiðablik að fá til liðs við sig jafn reynslumikinn og góðan leikmann og Katrín er.

Við bjóðum Katrínu hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna og hlökkum til að sjá hana á vellinum

image

Hér handsala þau Katrín og Ásmundur samninginn.

Til baka