BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristín Dís framlengir við Blika

19.02.2025 image

Kristín Dís framlengir við Breiðablik

Kristín Dís Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Breiðabliks. Kristín Dís, sem er 25 ára gömul, er uppalin hjá Breiðabliki, en hún kom aftur í Kópavoginn í fyrra, eftir þriggja ára dvöl hjá Bröndby í Danmörku.

Kristín hefur spilað 93 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og var hún hluti af Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á síðustu leiktíð. Alls hefur Kristín orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki

Við óskum Kristínu Dís til hamingju með samninginn!

View this post on Instagram

A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)

Til baka