Kristín Dís í Breiðablik
10.08.2024
Kristín Dís Árnadóttir semur við Breiðablik út tímabilið 2024. Kristín hefur sl. þrjú tímabil spilað með danska félaginu Brøndby en snýr nú aftur á heimaslóðirnar í Kópavogi.
Kristín er varnarmaður sem hefur spilað 156 leiki fyrir Breiðablik og skorað 11 mörk. Hún hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og þrisvar orðið bikarmeistari. Hún hefur einnig verið valin í A-landsliðshóp Íslands í seinustu verkefnum liðsins.
Þetta eru frábær viðbót inn í okkar sterka leikmannahóp og mun Krístín reynast okkur vel þennan mikilvæga seinni hluta tímabilsins.
@breidablikfc Vertu velkomin heim ???? #eittfyrirklúbbinn ♬ Power Up - Super Sound