BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristín Magdalena skrifar undir

29.12.2023 image

Kristín Magdalena Barboza skrifar undir samning við Breiðablik.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður kemur frá Sindra á Höfn í Hornafirði en hún hefur verið byrjunarliðsmaður þar þrátt fyrir ungan aldur. Hún á einnig að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Kristín spilaði með yngri flokkum Breiðabliks fyrir nokkrum árum síðan og er nú aftur komin í græna búninginn. Það verður spennandi að fylgjast með henni á komandi árum.

Vertu velkomin Kristín Magdalena Barboza!

Til baka