Kristjana til ÍBV!
02.02.2023
Knattspyrnukonan unga og efnilega Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz hefur ákveðið að leika aftur með ÍBV í Bestu deild kvenna.
Kristjana sem er rúmlega tvítug lék með Vestmennaeyingum á láni frá okkur Blikum sumrin 2020 og 2021. En síðasta sumar lék hún með Blikaliðinu í efstu deild.
Í heild á Kristjana að baki 33 leiki í græna búningunum en einnig á hún leiki með Augnabliksliðinu. Hún hefur leikið 15 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Við óskum Kristjönu alls velfarnaðar í hvíta búningnum!
Kristjana í leik með Blikum á Kópavogsvelli. Mynd: HVH