Næsti leikur verður á þriðjudaginn
08.08.2025
Næsti leikur hjá stelpunum okkar er gegn Víking næstkomandi þriðjudag klukkan 18:00 í Víkinni. Þetta verður þriðji útileikurinn hjá Blikakonum í röð.
Eftir frækin sigur gegn Fram 1-6 í síðasta leik verður gott að fá 4 daga á milli leikja en leikjaprógrammið hefur verið stíft undanfarið vegna komandi evrópukeppni.
Víkingsstúlkum hefur ekki gengið eins vel og þær stefndu á í deildinni þetta sumarið en liðið er í fallsæti. Það má þó alls ekki vanmeta þær því þær hafa oft reynst okkur erfiðar og í fyrra náðu þær að sigra okkur á sínum heimavelli með mikilli baráttu.
Liðin hafa eingöngu spilað 4 sinnum á móti hvort öðru í efstu deild frá árinu 1985 og hefur Breiðablik sigrað í 3 af 4 viðureignum. Leikmenn sem spila með Víking en eru uppaldar hjá Breiðablik eru m.a. Birta Birgisdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Rakel Sigurðardóttir ásamt því að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilaði lengi með Breiðablik. Víkingar bættu við sig bandarískum leikmanni í glugganum Ashley Clark en miðað við upplýsingar sem við höfum um hana virðist hún vera ansi marksækinn leikmaður.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla Blika til að fara og styðja við stelpurnar okkar þær þurfa á því að halda í toppbaráttunni og það má enginn vanmeta mátt stuðningsmanna þó að þær standi vel í deildinni núna.
Áfram Breiðablik
-B