Nik Chamberlain verður þjálfari meistaraflokks kvenna.
18.10.2023Nik Chamberlain tekur við sem þjálfari hjá meistaraflokki kvenna, samningurinn gildir út árið 2026.
Ásamt því að þjálfa lið meistaraflokks kvenna er Nik ætlað að hafa stórt hlutverk í þróun og samstarfi eldri árganga í yngri flokkum Breiðabliks við Augnablik og meistaraflokk í samvinnu við aðra þjálfara félagsins og styðja þannig við markmið félagsins sem uppeldis og afreksfélag.
Nik þjálfaði áður Þrótt og hafði gert frá árinu 2016, við erum spennt fyrir komandi tímum með þessum öfluga þjálfara sem hefur sýnt á síðustu árum byggt um flottan hóp leikmanna, náð góðum árangri með sitt félag ásamt því að spila skemmtilegan fótbolta.
Við bjóðum Nik Chamberlain hjartanlega velkominn í Breiðabliks fjölskylduna sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna.