Samantha Smith til Blika
14.08.2024
Samantha Smith hjá Breiðablik út tímabilið 2024. Þessi öflugi leikmaður kemur á láni frá FHL og er fædd árið 2001.
Það er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn með FHL, alls hefur hún spilað 20 leiki með þeim í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Lengudeildinni. Samantha hefur skorað 21 mark í þeim leikjum.
Í Lengjudeildinni hefur hún spilað 14 leiki og skorað 15 mörk ásamt því að leggja upp mikið magn af mörkum.
Samantha Rose er þegar komin með leikheimild með Breiðabliki.