Steini segir frá drauma-Kópavogsvelli!
16.02.2020Þorsteinn Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Blikum, er annar viðmælandi Blikahornsins.
Steini fer yfir víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um muninn á því að þjálfa stráka og stelpur, stöðuna á Blikaliðinu, mikilvægi Augnabliks sem þjálfunarbúðir fyrir yngri leikmenn Breiðabliks, hvernig nýju leikmenn Blikaliðsins eru að aðlagast andanum í Blikaliðinu. Ameríkudraumur margra leikmanna er einnig til umföllunar. Einnig ræðir hann um stöðu landsliðsins í alþjóðlegu samhengi.
Þorsteinn fjallar um baráttuna framundan í Pepsí-deildinni og hvernig hann metur stöðuna hjá helstu samkeppnisliðunum.
Þorsteinn er mjög hreinskilinn varðandi nýtingu Kópavogsvallar og hvernig hann sér fyrir sér draumaKópavogsvöll líta út í framtíðinni.
Smella HÉR fyrir viðtalið við Steina sem er rúmar 30 mín og er þeim tíma vel varið fyrir knattspyrnuáhugamenn!
-AP