BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Svekkjani jafntefli í Krikanum

30.07.2023 image

Loksins hefst Besta deildin aftur eftir landsleikjahlé. Fyrir hlé voru Blikastelpurnar í mjög góðum takti, komnar á toppinn og voru í feiknaformi. Það var því forvitnilegt að sjá hvernig okkar stelpur myndu tækla spútnik lið FH á útivelli í dag, sem fyrir þessa umferð er í 4. sæti. Nýjasti liðsmaðurinn okkar, hin kínverska Linli Tu fór beint í byrjarliðið sem leit annars svona út: Telma, Hafrún, Toni, Elín, Ásta Eir, Bergþóra, Andrea, Taylor, Linli, Agla María og Birta.  Það er síðan gleðiefni að sjá hana Katrínu Tómasar kominn á bekkinn eftir að hafa slitið hásin.

image

FH virtist vera tilbúið í byrjun leiks, pressaðu Blikana hátt á vellinum og það var eins og það væri eitthvað ryð í Blikunum.  Það fór síðan svo að FH skoraði mark eftir laglega sókn, fyrrum leikmaður Blika skoraði með lausu skoti, en Telma komin úr jafnvægi og gat lítið gert í þessu marki.

Eftir markið fóru Blikarnir að sýna hvað þær geta, Birta komst ein á móti markmanni, sem kom vel á móti  og lokaði vel á hana. Skömmu síðar á Andrea mjög gott færi, ein gegn markverði en FH gerir vel og bæði truflar skotið og svo ver markvörður FH skotið.

Blikarnir með mun hættulegri færi, FH hefur í raun ekki skapað sér nein færi fyrir utan þetta eina mark, sem víst telur. Þegar um korter var eftir af hálfleiknum, var Linli komin uppá topp. Skömmu síðar fá Blikar algjört dauðafæri, Hafrún með flotta sendingu fyrir á Öglu Maríu, nær að leika framhjá markverði FH en dettur síðan áður en hún rennur boltanum í tómt markið. Magnað að við skyldum ekki ná að jafna hérna. En mjög jákvæður bolti spilaður af okkar hálfu, hellingur af sköpuðum færum.

Ég var varla búinn að klára síðustu setningu þegar FH fá hættulegt færi, en slappur skalli fer framhjá. Það má greinilega ekki gleyma sér því FH eru skeinuhættar þegar þær fá tækifæri til þess að gera eitthvað. Skömmu síðar fá þær annað skot sem var þó aldrei nálægt því að fara á rammann.

Á næst síðustu mínutu hálfleikssins jöfnuðu Blikar leikinn og það svo sannarlega verðskuldað.  Birta með ekta framherja tap-in mark eftir góða fyrirgjöf frá Hafrúnu. 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði frekar dauflega, lítið um færi. Hafrún átti reyndar gott skot sem Aldís markvörður FH varði vel. Annars virtust bæði lið vera búin að lesa hvort annað og gáfu fá færi á sér. Þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom Katrín Ásbjörns inná og voru Linli tvær í fremstu víglínu, nokkuð ljóst að Blikar ætla sér að vinna þennan leik, enda mega þær helst ekki misstíga sig í toppbaráttunni. Þessi aukni sóknarþungi skilaði sér í góðu skoti frá Hafrúnu en sem fyrr varði markvörður FH vel í horn. Úr hornspyrnunni fékk Agla María frítt skot sem Aldís varði aftur meistaralega vel.

FH fór átti nokkur hálffæri sem Telma var ekki í neinum vandræðum með. Blikar fengu eitt óvænt tækifæri þegar skammt var eftir af leiknum, en hitti ekki markið. Undir blálokin þegar Vigdís Lilja komst óvænt í dauðafæri en náði ekki til boltans.  Leikurinn endaði síðan með 1-1 jafntefli, vonbrigði miðað við færin sem við fengum.

Það er stutt í næsta leik, 2. ágúst tökum við á móti Selfoss klukkan 19:15.

-Kristinn

Til baka