Ungar skrifa undir hjá Breiðabliki
17.05.2022Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga undirskriftir við þessar ungu og efnilegu framtíðarleikmenn meistaraflokks kvenna.
Olga Ingibjörg Einarsdóttir semur við knattspyrnudeild Breiðabliks!
Olga Ingibjörg er varnarmaður. Hún er sterk í návígi og góður leiðtogi innan vallar sem utan.
Olga hefur verið úrtakshópum KSÍ og partur að liði Augnabliks síðan síðasta sumar.
Það verður gaman að sjá Olgu spila í sumar!
Olga Ingibjörg Einarsdóttir / Mynd: Breiðablik
Herdís Halla Guðbjartsdóttir semur við knattspyrnudeild Breiðabliks!
Herdís Halla er markmaður sem stýrir vörninni vel og er góð að koma boltanum í leik.
Hún hefur verið í úrtakshópum KSÍ og er einmitt nú um þessar mundi í landsliðsverkefni með U16 ára landsliði Íslands í Portúgal.
Herdís hefur staðið í marki Augnabliks síðan síðasta sumar og við erum afar spennt að fylgjast með henni á næstu misserum!
Herdís Halla Guðbjartsdóttir / Mynd: Breiðablik
Díana Ásta Guðmundsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Breiðabliks!
Díana er sóknarmaður, mjög hreyfanleg og góð að finna sér svæði á vellinum. Hún er skapandi sem nýtist samherjum hennar einnig afar vel.
Hún hefur verið í úrtakshópum KSÍ og spilaði sína fyrstu leiki í Lengjudeildini síðasta sumar.
Það verður mjög gaman að fylgjast með Díönu í sumar!
Díana Ásta Guðmundsdóttir / Mynd: Breiðablik
Emilía Lind Atladóttir hefur samið við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Emilía er fædd árið 2006 en hún er marksækinn vængmaður og sóknarmaður. Hún er gífurlega skotviss og fljót.
Emilía er reglulega í úrtakshópum KSÍ og hefur einnig verið partur af öflugu liði Augnabliks síðan síðasta sumar.
Við óskum Emilíu alls hins besta í Blikabúningi!
Emilía Lind Atladóttir / Mynd: Breiðablik
Viktoría Paris Sabido semur við knattspyrnudeild Breiðabliks!
Viktoría er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem getur leikið jafnt á miðju og í sókn.
Hún spilaði fyrst í Lengjudeildarliði Augnabliks sumarið 2020 og hefur reglulega verið í úrtakshópum KSÍ.
Viktoría gefur aldrei eftir og skilur iðulega allt eftir á vellinum.
Við erum spennt að fylgjast með henni í sumar!
Viktoría Paris Sabido / Mynd: Breiðablik
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir hefur samið við Knattspyrnudeild Breiðabliks!
Sara er sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað bæði á kanti og miðju. Hún er afar leikin með boltann og hættuleg þegar hún gerir árás á varnarmenn.
Sara hefur verið í úrtakshópum KSÍ og einnig lék hún sína fyrstu leiki í Lengjudeildinni með Augnabliki síðasta sumar.
Það verður gaman að fylgjast með Söru í Blikabúningnum í sumar!
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir / Mynd: Breiðablik
Harpa Helgadóttir hefur samið við Knattspyrnudeild Breiðabliks!
Harpa er sterkur vinstri-vængmaður, jafnvíg í bakvörðinn og á kantinn. Hún er sókndjörf, öskufljót og leikin með knöttinn
Harpa lék sína fyrstu leiki í Lengjudeildinni með Augnabliki síðasta sumar en hún hefur einnig spilað landsleiki með U16 og U17.
Okkur hlakkar mikið til að sjá Hörpu vaxa og dafna í grænu treyjunni!
Harpa Helgadóttir / Mynd: Breiðablik
Sólrún Ósk Helgadóttir hefur samið við Knattspyrnudeild Breiðabliks!
Sólrún Ósk er öflugur markmaður, hávaxin og sterk. Hún er góð í návígjum og stýrir vörninni fyrir framan sig vel.
Við erum spennt að fylgjast með Sólrúnu bæta sig enn meira á komandi árum og hlökkum til framtíðarinnar.
Sólrún er líka yngri systir Andreu Ránar Hauksdóttur sem nú leikur í atvinnumennsku í Mexíkó svo að þau eru hæg heimantökin!
Sólrún Ósk Helgadóttir / Mynd: Breiðablik
Ingunn Þóra Kristjánsdóttir Sigurz hefur samið við Knattspyrnudeild Breiðabliks!
Ingunn Þóra er öflugur varnarmaður, sterk í návígjum og hefur góðan hraða. Hún hefur nú þegar leikið tvo leiki í efstu deild þar sem hún lék á láni með ÍBV seinni hluta síðasta sumars. Ingunn er þar að auki reglulega hluti af úrtakshópum KSÍ.
Við erum spennt að sjá Ingunni þróast enn frekar í grænu treyjunni en hún er einmitt yngri systir Kristjönu Sigurz sem leikur þegar með liðinu!
Ingunn Þóra Kristjánsdóttir Sigurz / Mynd: Breiðablik