Vigdís Lilja framlengir
12.08.2024
Framherjinn öflugi Vigdís Lilja Kristjánsdóttir framlengir út tímabilið 2025. Vigdís hefur verið frábær í sumar og er okkar markahæsti leikmaður með 8 mörk.
Vigdís hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og var lykilleikmaður þegar að íslenska U19 ára landsliðið spilaði á EM U19.
Þetta eru frábærar fréttir og verður gaman að fylgjast með þessum geggjaða leikmanni leika listir sínar áfram á Kópavogsvelli.