Vigdís Lilja til Anderlecht
01.02.2025
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir seld til Anderlecht
Breiðablik og belgíska félagið Anderlecht hafa komist að samkomulagi um sölu á Vigdísi Lilju til belgísku meistaranna.
Vigdís, sem er uppalin í Kópavogi, er fædd árið 2005 og hefur spilað með meistaraflokki Breiðabliks frá árinu 2020. Vigdís hefur bæði orðið Íslands-og bikarmeistari og á alls 102 leiki fyrir félagið. Þá hefur Vigdís einnig leikið fjölda leikja með U-16, U-17, U-19 og U-23 ára landsliðum Íslands.
Um leið og við þökkum Vigdísi fyrir frábæran tíma, þá óskum við henni góðs gengis í Belgíu