BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Allt er fertugum fært!

14.07.2015

Gunnleifur Gunnleifsson skrifaði í morgun undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.  Markvörðurinn snjalli fagnaði í dag 40 ára afmæli sínu og þetta var þvi viðeigandi afmælisgjöf! Gunnleifur hefur gengið í endurnýjun lífdaga á þessu keppnistímabili og hefur verið besti markvörður Pepsí-deildarinnar á þessu tímabili.

Gunnleifur hefur spilað í grænu treyjunni undanfarin 3 keppnistímabil og hefur leikið 106 leiki með meistaraflokknum á þeim tíma. Nokkrir markverðir hafa spilað vel yfir fertugsaldurinn í fremstu röð og má þar nefna Dino Zoff frá Ítalíu og Peter Shilton frá Englandi. Gunnleifur er því í góðum félagsskap og vonum við Blikar að hann spili sem allra lengst með Blikaliðinu.

Áfram Breiðablik !

-AP

Til baka