BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Logi Lúðvíksson skrifar undir samning

08.09.2019

Miðjumaðurinn efnilegi Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Anton sem er fæddur árið 2003 er á eldra ári 3.flokks en hefur þrátt fyrir það verið í stóru hlutverki hjá 2.flokki í sumar. Anton Logi er leikstjórnandi af gamla skólanum og er með eitraðan vinstri fót. Anton hefur þegar verið boðaður á æfingar hjá meistaraflokki karla.

Anton Logi hefur spilað með U-15, U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands. Hann á alls 12 landsleiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað í þeim tvö mörk.

Við óskum Antoni Loga til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni.

Til baka