Árni Vilhjálmsson seldur til Lilleström
29.01.2015
Breiðablik og Lilleström hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda liðsins á sóknarmanninum knáa Árna Vilhjálmssyni en Árni var á reynslu hjá norska liðinu á haustmánuðum og skoðaði aðstæður.
Árni, sem er U-21 árs landsliðsmaður, lék lykilhlutverk í liði Breiðabliks á síðustu leiktíð og skoraði hann m.a. 10 mörk í 20 leikjum fyrir liðið og hefur góð frammistaða hans ekki farið framhjá neinum.
Árni mun nú sjálfur ræða við Lilleström og gangast undir læknisskoðun og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann ganga í raðir norska liðsins á næstu dögum.
Knattspyrnudeild Breiðabliks