Arnþór Ari til HK
26.01.2019Breiðablik og HK hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Arnþórs Ara Atlasonar yfir í HK. Arnþór Ari hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK. Arnþór Ari sem er 25 ára gamall á að baki 133 leiki með meistaraflokki Blika og skoraði í þeim 28 mörk.
Arnþór Ari er uppalinn Þróttari en kom til okkar Blika árið 2015 frá Fram. Hann á að baki 3 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hefur verið fastamaður í Blikaliðinu og hefur skorað mörg eftirminnileg mörk fyrir okkur. Margir Blika mun til dæmis eftir sigurmarki hans gegn FH á Kaplakrikavelli árið 2017. Það verður sjónarsviptir af þessum duglega leikmanni en að sama skapi er ljóst að hann verður mikill hvalreki fyrir nýliða HK í Pepsí-deildinni.